Vilja fá alla umfram mjólkurframleiðslu 26. júlí 2006 03:30 Blair Gordon, innkaupastjóri bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market, segir keðjuna geta tekið við öllum mjólkurafurðum sem Íslendingar geta framleitt. Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið er framleitt hér á ári en áhuginn á íslenska skyrinu hefur verið svo ótrúlegur að fjöldi fólks hefur haft samband við okkur til að forvitnast um hvenær skyrið kemur í sölu í fleiri búðum hjá okkur, segir Gordon. Whole Foods Market hefur haft til sölu íslenskar mjólkurafurðir, þá aðallega skyr, í tæpt ár í hluta verslana sinna. Fyrirtækið rekur um 180 hágæða matvöruverslanir í 31 ríki Bandaríkjanna og er stefnt að því að verslanir fyrirtækisins verði um þrjú hundruð talsins árið 2010. Sala á íslensku vörunum hefur verið það mikil að Mjólkursamsalan hefur ekki annað eftirspurn. Það vantar einfaldlega meira af mjólkurkúm, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Við höfum ekki náð að fylgja þessu nægilega vel eftir miðað við áhugann úti. Guðbrandur segir Mjólkursamsöluna hafa sent rúmt tonn af skyri á viku til verslanakeðjunnar síðustu mánuði, ásamt smjöri og ostum. Guðbrandur segir að um þróunarverkefni hafi verið að ræða í fyrstu en nú sé svo komið að verslanakeðjan vilji kaupa alla umfram mjólkurframleiðslu sem íslenskir kúabændur geti framleitt. Við þurfum meiri framleiðslu, við komum ekki vörunni í eins margar búðir þarna úti og við myndum vilja því að við eigum hana ekki til. Að sögn Guðbrands hefur Mjólkursamsalan fengið mjög hagstæð verð í Bandaríkjunum og því sé kappsmál að bregðast við eftirspurninni sem fyrst. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur að bændur muni bregðast við. Bændur hafa brugðist við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum hér og nú þegar við vitum að þeir vilja kaupa meira af okkur er það okkar verkefni að fjölga kúm og auka framleiðsluna, segir Haraldur. Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Blair Gordon, innkaupastjóri bandarísku verslanakeðjunnar Whole Foods Market, segir keðjuna geta tekið við öllum mjólkurafurðum sem Íslendingar geta framleitt. Við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið er framleitt hér á ári en áhuginn á íslenska skyrinu hefur verið svo ótrúlegur að fjöldi fólks hefur haft samband við okkur til að forvitnast um hvenær skyrið kemur í sölu í fleiri búðum hjá okkur, segir Gordon. Whole Foods Market hefur haft til sölu íslenskar mjólkurafurðir, þá aðallega skyr, í tæpt ár í hluta verslana sinna. Fyrirtækið rekur um 180 hágæða matvöruverslanir í 31 ríki Bandaríkjanna og er stefnt að því að verslanir fyrirtækisins verði um þrjú hundruð talsins árið 2010. Sala á íslensku vörunum hefur verið það mikil að Mjólkursamsalan hefur ekki annað eftirspurn. Það vantar einfaldlega meira af mjólkurkúm, segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Við höfum ekki náð að fylgja þessu nægilega vel eftir miðað við áhugann úti. Guðbrandur segir Mjólkursamsöluna hafa sent rúmt tonn af skyri á viku til verslanakeðjunnar síðustu mánuði, ásamt smjöri og ostum. Guðbrandur segir að um þróunarverkefni hafi verið að ræða í fyrstu en nú sé svo komið að verslanakeðjan vilji kaupa alla umfram mjólkurframleiðslu sem íslenskir kúabændur geti framleitt. Við þurfum meiri framleiðslu, við komum ekki vörunni í eins margar búðir þarna úti og við myndum vilja því að við eigum hana ekki til. Að sögn Guðbrands hefur Mjólkursamsalan fengið mjög hagstæð verð í Bandaríkjunum og því sé kappsmál að bregðast við eftirspurninni sem fyrst. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, telur að bændur muni bregðast við. Bændur hafa brugðist við aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum hér og nú þegar við vitum að þeir vilja kaupa meira af okkur er það okkar verkefni að fjölga kúm og auka framleiðsluna, segir Haraldur.
Innlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira