Féll marga metra af gaffli lyftara og lést 26. júlí 2006 07:00 Hellisheiðarvirkjun Mennirnir eru starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, og þegar slysið varð voru þeir við vinnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um hálf níu leytið í gærkvöld um að alvarlegt vinnuslys hefði orðið þegar lyftari með skotbómu valt og þegar lögregla kom á vettvang var einn maður látinn, franskur maður á fimmtugsaldri, en stjórnandi lyftarans með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og Vinnueftirlitinu voru mennirnir tveir að vinna í brekku við tengivirki stöðvarhússins og stóð annar þeirra á vörubretti framan á gaffli lyftarans í um sjö til níu metra hæð. Sá hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til en við það seig jarðvegur undir lyftaranum með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina. Maðurinn sem á vörubrettinu stóð féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem síðan drógu hann hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Mennirnir, báðir starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, unnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, segir starfsmenn Landsnets slegna. "Við tökum þetta mjög nærri okkur. Við munum skoða þetta eins og við mögulega getum og reyna að komast að því nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað væri hægt að gera til betrunar." Hann segir öryggisreglur Landsnets mjög skýrar og að mjög skýrt sé kveðið á um þær í öllum útboðsgögnum. Vinnueftirlit ríkisins hefur annast rannsókn málsins ásamt Lögreglunni á Selfossi og segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að frumrannsókn bendi til þess að ýmsar reglur hafi verið brotnar. "Okkar fyrsta niðurstaða sýnir það að þarna var augljóslega verið að vinna með mjög áhættusömum hætti. Það er alveg ljóst að það er algjörlega óheimilt að lyfta mönnum upp í svona tæki nema gera tryggar ráðstafanir, til dæmis að menn séu í til þess gerðum mannkörfum. Þarna var öryggisráðstöfunum ekki fylgt eftir og vinnan við verkið hefur verið stöðvuð þar til úr því hefur verið bætt," segir Eyjólfur. Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um hálf níu leytið í gærkvöld um að alvarlegt vinnuslys hefði orðið þegar lyftari með skotbómu valt og þegar lögregla kom á vettvang var einn maður látinn, franskur maður á fimmtugsaldri, en stjórnandi lyftarans með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og Vinnueftirlitinu voru mennirnir tveir að vinna í brekku við tengivirki stöðvarhússins og stóð annar þeirra á vörubretti framan á gaffli lyftarans í um sjö til níu metra hæð. Sá hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til en við það seig jarðvegur undir lyftaranum með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina. Maðurinn sem á vörubrettinu stóð féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem síðan drógu hann hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Mennirnir, báðir starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, unnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, segir starfsmenn Landsnets slegna. "Við tökum þetta mjög nærri okkur. Við munum skoða þetta eins og við mögulega getum og reyna að komast að því nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað væri hægt að gera til betrunar." Hann segir öryggisreglur Landsnets mjög skýrar og að mjög skýrt sé kveðið á um þær í öllum útboðsgögnum. Vinnueftirlit ríkisins hefur annast rannsókn málsins ásamt Lögreglunni á Selfossi og segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að frumrannsókn bendi til þess að ýmsar reglur hafi verið brotnar. "Okkar fyrsta niðurstaða sýnir það að þarna var augljóslega verið að vinna með mjög áhættusömum hætti. Það er alveg ljóst að það er algjörlega óheimilt að lyfta mönnum upp í svona tæki nema gera tryggar ráðstafanir, til dæmis að menn séu í til þess gerðum mannkörfum. Þarna var öryggisráðstöfunum ekki fylgt eftir og vinnan við verkið hefur verið stöðvuð þar til úr því hefur verið bætt," segir Eyjólfur.
Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira