Skemmtibátar fá þorskkvóta 27. júlí 2006 05:45 við veiðar Fiskistofa fékk allnokkur símtöl þar sem menn furðuðu sig á því að þeir skyldu fá úthlutað kvóta. MYND/KK Nokkrir eigendur skemmtibáta fengu tilkynningu frá Fiskistofu í vor um að þeir hefðu fengið úthlutað þorskkvóta án þess að stunda neinar fiskveiðar. Fengu þeir heimild til að veiða nokkur kíló á ári upp í sex tonn. Hleypur verðmæti kvótans á hundruðum þúsunda króna sé hann seldur. Auðunn H. Ágústsson, forstöðumaður veiðiheimildasviðs Fiskistofu, segir að tæplega 500 fiskiskip undir 200 tonnum hafi fengið þennan rétt, sem til vannst fyrir nokkrum árum. Einhverjir bátanna hafi síðan verið seldir og breytt í skemmtibáta. Eigendur þeirra geti selt skipum með veiðileyfi kvótann eða útvegað sér sjálfir veiðileyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Auðunn segir allnokkra aðila hafa haft samband og furðað sig á að eiga skyndilega kvóta í þorski. Í einhverjum tilfellum hafi seljandi haft það ákvæði í kaupsamningi að allur mögulegur framtíðarkvóti yrði eign seljanda. „Fyrir aðra er þetta vissulega nokkur lukkupottur.“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir þetta ekki koma á óvart. „Við vöruðum við þessu. Þetta má rekja til breytinga sem gerðar voru þegar ákveðið var að skipta kvóta milli þeirra sem höfðu eingöngu kvóta í þorski, enda flestir orðið fyrir skerðingu. Ekkert tillit var tekið til að ýmsir eru fyrir löngu hættir veiðum í atvinnuskyni.“ Breytingin sem Örn vísar til var samþykkt á Alþingi í vor. Í kjölfarið fengu eigendur bátanna tilkynningu um kvótaeign sína óháð því hvort skipin voru enn nýtt sem fiskiskip eða ekki. Innlent Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Nokkrir eigendur skemmtibáta fengu tilkynningu frá Fiskistofu í vor um að þeir hefðu fengið úthlutað þorskkvóta án þess að stunda neinar fiskveiðar. Fengu þeir heimild til að veiða nokkur kíló á ári upp í sex tonn. Hleypur verðmæti kvótans á hundruðum þúsunda króna sé hann seldur. Auðunn H. Ágústsson, forstöðumaður veiðiheimildasviðs Fiskistofu, segir að tæplega 500 fiskiskip undir 200 tonnum hafi fengið þennan rétt, sem til vannst fyrir nokkrum árum. Einhverjir bátanna hafi síðan verið seldir og breytt í skemmtibáta. Eigendur þeirra geti selt skipum með veiðileyfi kvótann eða útvegað sér sjálfir veiðileyfi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Auðunn segir allnokkra aðila hafa haft samband og furðað sig á að eiga skyndilega kvóta í þorski. Í einhverjum tilfellum hafi seljandi haft það ákvæði í kaupsamningi að allur mögulegur framtíðarkvóti yrði eign seljanda. „Fyrir aðra er þetta vissulega nokkur lukkupottur.“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir þetta ekki koma á óvart. „Við vöruðum við þessu. Þetta má rekja til breytinga sem gerðar voru þegar ákveðið var að skipta kvóta milli þeirra sem höfðu eingöngu kvóta í þorski, enda flestir orðið fyrir skerðingu. Ekkert tillit var tekið til að ýmsir eru fyrir löngu hættir veiðum í atvinnuskyni.“ Breytingin sem Örn vísar til var samþykkt á Alþingi í vor. Í kjölfarið fengu eigendur bátanna tilkynningu um kvótaeign sína óháð því hvort skipin voru enn nýtt sem fiskiskip eða ekki.
Innlent Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira