Lyfið Glivec getur valdið hjartabilun 27. júlí 2006 07:30 LYF Upplýsingar á fylgiseðlum lyfja sem seld eru á Íslandi eru ekki í öllum tilfellum tæmandi. MYND/Nordicphotos/Getty Images Lyfið Glivec, sem er gefið hér á landi við hvítblæði, getur skemmt hjartavöðvavef og valdið alvarlegri hjartabilun, samkvæmt nýrri rannsókn Thomas Jefferson-háskólans í Fíladelfíu. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að tíu sjúklingar sem tóku þátt í rannsókninni og höfðu ekki átt við hjartatengda kvilla að etja, reyndust með hjartabilun eftir Glivec-lyfjameðferð. Á íslenskum fylgiseðli lyfsins er varað við notkun þess til þeirra sem hafa nú þegar greinst með hjartasjúkdóm, en ekki sagt að lyfið geti mögulega stuðlað að hjartasjúkdómum. Þar, og á vinsælum íslenskum heimasíðum, t.d. doktor.is, er algengustu aukaverkunum lyfsins lýst sem vægri ógleði og uppköstum. Björg Árnadóttir, markaðsstjóri Novartis, sem selur lyfið á Íslandi, segir að vitað hafi verið um hjartaeitrandi áhrif lyfsins síðan í september 2005 og að minnst sé á þau í ákveðinni samantekt um eiginleika lyfsins, þótt ekki sé það gert á fylgiseðlinum sjálfum. Samantektin sé aðgengileg almenningi. Björg sagði jafnframt að Novartis sæi ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við að svo stöddu, enda geti fyrirtækið ekki breytt fylgiseðlum, nema ákvörðun um það komi frá EMEA, Lyfjastofnun Evrópu. Lars Damstrup, sérfræðingur Novartis í Danmörku, tekur í sama streng og segir ekkert nýtt í rannsókninni; að hjartabilun vegna lyfsins sé „afar fágæt“ meðan jákvæð áhrif lyfsins séu „feikilega mikil“. Lyfið er eftir sem áður talið vera eitt besta lyf gegn hvítblæði sem til er og Dr. Thomas Force, sem stýrði bandarísku rannsókninni, tók fram að honum þætti lyfið „afbragðsgott“ og að sjúklingar sem þyrftu á því að halda ættu ekki að hætta á því að órannsökuðu máli. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Lyfið Glivec, sem er gefið hér á landi við hvítblæði, getur skemmt hjartavöðvavef og valdið alvarlegri hjartabilun, samkvæmt nýrri rannsókn Thomas Jefferson-háskólans í Fíladelfíu. Niðurstöður hennar leiddu í ljós að tíu sjúklingar sem tóku þátt í rannsókninni og höfðu ekki átt við hjartatengda kvilla að etja, reyndust með hjartabilun eftir Glivec-lyfjameðferð. Á íslenskum fylgiseðli lyfsins er varað við notkun þess til þeirra sem hafa nú þegar greinst með hjartasjúkdóm, en ekki sagt að lyfið geti mögulega stuðlað að hjartasjúkdómum. Þar, og á vinsælum íslenskum heimasíðum, t.d. doktor.is, er algengustu aukaverkunum lyfsins lýst sem vægri ógleði og uppköstum. Björg Árnadóttir, markaðsstjóri Novartis, sem selur lyfið á Íslandi, segir að vitað hafi verið um hjartaeitrandi áhrif lyfsins síðan í september 2005 og að minnst sé á þau í ákveðinni samantekt um eiginleika lyfsins, þótt ekki sé það gert á fylgiseðlinum sjálfum. Samantektin sé aðgengileg almenningi. Björg sagði jafnframt að Novartis sæi ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við að svo stöddu, enda geti fyrirtækið ekki breytt fylgiseðlum, nema ákvörðun um það komi frá EMEA, Lyfjastofnun Evrópu. Lars Damstrup, sérfræðingur Novartis í Danmörku, tekur í sama streng og segir ekkert nýtt í rannsókninni; að hjartabilun vegna lyfsins sé „afar fágæt“ meðan jákvæð áhrif lyfsins séu „feikilega mikil“. Lyfið er eftir sem áður talið vera eitt besta lyf gegn hvítblæði sem til er og Dr. Thomas Force, sem stýrði bandarísku rannsókninni, tók fram að honum þætti lyfið „afbragðsgott“ og að sjúklingar sem þyrftu á því að halda ættu ekki að hætta á því að órannsökuðu máli.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira