Evran ekki lausn á hagstjórnarvanda 27. júlí 2006 07:30 Evrur í seðlabúntum Áframhaldandi flotgengisstefna eða upptaka evru eru þeir kostir sem koma fram í skýrslu Viðskiptaráðs. „Engin einföld lausn er til við þeim vandamálum sem steðja að íslensku efnahagslífi í dag,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu sína um hagstjórn og peningamálastefnu á Íslandi þar sem bent var á tvo kosti varðandi framtíðarskipan gengismála, áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar eða upptöku evru með inngöngu í myntbandalag Evrópusambandsins. „Við verðum að byrja á að leysa sjálf okkar hagstjórnarvanda og það er engin lausn að ætla sér í fljótræði að taka upp evru,“ segir Jón sem telur þó að upptaka evru geti orðið raunhæfur kostur í framtíðinni þegar vandamál íslenskrar hagstjórnar hafa verið leyst. Jón segir rétt sem komi fram í skýrslunni að ef litið sé á stjórnvöld og áhrifaaðila í hagstjórninni sem heild komi í ljós að samhæfingin hefur ekki verið nægileg. „Það er áfellisdómur á þá staðreynd að það eru teknar ýmsar umbótaákvarðanir á sama tímabili en frjálst þjóðfélag er alltaf ófyrirsjáanlegt. Við þurfum að gera ráð fyrir að umbætur og framfarir eigi sér stað og þær í sjálfu sér raska alltaf einhverju jafnvægi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að til lengri tíma litið sé evran fýsilegri kostur heldur en flotgengisstefnan. „Ég held að íslenska krónan verði okkur erfið sem of óöruggur gjaldmiðill en evran gæti til lengri tíma litið hjálpað okkur við að viðhalda stöðugleika sem myndi laða að fleiri erlendar fjárfestingar. Menn myndu treysta gjaldmiðlinum sem þeir gera ekki núna enda eina erlenda fjárfestingin í dag í stóriðjunni.“ Ingibjörg segir þó nauðsynlegt að ná tökum á efnahagslífinu hér innanlands áður en menn fara að velta fyrir sér upptöku evru. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segist tvímælalaust taka afstöðu með áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar. „En við verðum að verja gengið með viturlegri hagstjórn en við höfum búið við.“ Ögmundur segir vandlifað fyrir lítið opið hagkerfi með fljótandi gjaldmiðil. „Það getur orðið spekúlöntum og stórum fjárfestum að bráð en líka misviturri hagstjórn. Hvoru tveggja höfum við fengið að reyna og annað getum við allavega lagað með því að skipta um ríkisstjórn.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er alfarið á móti upptöku á evru. „Ég vil viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli svo við getum haft sjálf einhver tök á efnahagsstjórninni. Ef við tökum upp evru þá erum við búin að missa þetta úr höndunum á okkur.“ Magnús efast um að meiri stöðugleiki náist með upptöku evru þar sem Íslendingar verði þá háðir utanaðkomandi hagsveiflum. „Ég myndi frekar vilja viðhalda þeirri flotgengisstefnu sem við höfum í dag en að sjálfsögðu þurfum við að sýna miklu meira vit í fjármálum en gert hefur verið undanfarið.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
„Engin einföld lausn er til við þeim vandamálum sem steðja að íslensku efnahagslífi í dag,“ segir Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Viðskiptaráð kynnti í gær skýrslu sína um hagstjórn og peningamálastefnu á Íslandi þar sem bent var á tvo kosti varðandi framtíðarskipan gengismála, áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar eða upptöku evru með inngöngu í myntbandalag Evrópusambandsins. „Við verðum að byrja á að leysa sjálf okkar hagstjórnarvanda og það er engin lausn að ætla sér í fljótræði að taka upp evru,“ segir Jón sem telur þó að upptaka evru geti orðið raunhæfur kostur í framtíðinni þegar vandamál íslenskrar hagstjórnar hafa verið leyst. Jón segir rétt sem komi fram í skýrslunni að ef litið sé á stjórnvöld og áhrifaaðila í hagstjórninni sem heild komi í ljós að samhæfingin hefur ekki verið nægileg. „Það er áfellisdómur á þá staðreynd að það eru teknar ýmsar umbótaákvarðanir á sama tímabili en frjálst þjóðfélag er alltaf ófyrirsjáanlegt. Við þurfum að gera ráð fyrir að umbætur og framfarir eigi sér stað og þær í sjálfu sér raska alltaf einhverju jafnvægi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur að til lengri tíma litið sé evran fýsilegri kostur heldur en flotgengisstefnan. „Ég held að íslenska krónan verði okkur erfið sem of óöruggur gjaldmiðill en evran gæti til lengri tíma litið hjálpað okkur við að viðhalda stöðugleika sem myndi laða að fleiri erlendar fjárfestingar. Menn myndu treysta gjaldmiðlinum sem þeir gera ekki núna enda eina erlenda fjárfestingin í dag í stóriðjunni.“ Ingibjörg segir þó nauðsynlegt að ná tökum á efnahagslífinu hér innanlands áður en menn fara að velta fyrir sér upptöku evru. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna, segist tvímælalaust taka afstöðu með áframhaldandi flotgengisstefnu krónunnar. „En við verðum að verja gengið með viturlegri hagstjórn en við höfum búið við.“ Ögmundur segir vandlifað fyrir lítið opið hagkerfi með fljótandi gjaldmiðil. „Það getur orðið spekúlöntum og stórum fjárfestum að bráð en líka misviturri hagstjórn. Hvoru tveggja höfum við fengið að reyna og annað getum við allavega lagað með því að skipta um ríkisstjórn.“ Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, er alfarið á móti upptöku á evru. „Ég vil viðhalda sjálfstæðum gjaldmiðli svo við getum haft sjálf einhver tök á efnahagsstjórninni. Ef við tökum upp evru þá erum við búin að missa þetta úr höndunum á okkur.“ Magnús efast um að meiri stöðugleiki náist með upptöku evru þar sem Íslendingar verði þá háðir utanaðkomandi hagsveiflum. „Ég myndi frekar vilja viðhalda þeirri flotgengisstefnu sem við höfum í dag en að sjálfsögðu þurfum við að sýna miklu meira vit í fjármálum en gert hefur verið undanfarið.“ Ekki náðist í Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra.
Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira