Skrúfað fyrir bloggið 27. júlí 2006 05:00 Össur Skarphéðinsson er einn af iðnari stjórnmálabloggurum landsins. Hætt er við að nokkurt hlé verði á pistlum hans á næstunni því kappinn er kominn í frí til Mæjorku suður í Miðjarðarhafi. Fram kemur á heimasíðu Össurar að eiginkona hans, dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, hafi bannað honum að sinna stjórnmálum þarna suður frá og að hún hafi hlegið við þegar hann uppgötvaði að símasamband frá gististaðnum væri slitrótt. En til öryggis tók hún símann af eiginmanninum! Gleymdu að boða ráðherrann Húsavíkurhátíð stendur nú sem hæst og var margt fyrirmenna viðstatt opnun hátíðarinnar, þar á meðal forseti Íslands. Samkvæmt dagskrá hátíðarinnar átti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að setja hátíðina enda fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hana var hins vegar hvergi að sjá við opnunina og segja þeir fréttanösku menn á miðlinum Skarpi að það hafi ekki stafað af ókurteisi ráðherrans í garð Húsvíkinga, né annríki vegna embættisstarfa. Skýringin var einfaldlega sú að það gleymdist að boða Valgerði! Er hætt við að forsvarsmenn bæjarins verði hálfkindarlegir næst þegar þeir hitta ráðherrann. Friðfinnur talinn líklegastur Annars eru Húsvíkingar og nærsveitamenn aðallega að velta því fyrir sér þessa dagana hver verði bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins Norðurþings. Múgur og margmenni sótti um stöðuna líkt og aðrar bæjarstjórastöður að undanförnu og þar á meðal eru menn sem virðast hafa sótt um allar stjórastöður sem losnað hafa á landinu í sumar. Má þar nefna Guðmund Rúnar Svavarsson og Róbert Trausta Árnason. Þeir hafa varla erindi sem erfiði þarna nyrðra heldur því flestir heimamenn telja víst að Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, hljóti hnossið enda sé hann vel að starfinu kominn og réttu megin í pólitíkinni aukinheldur. Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Össur Skarphéðinsson er einn af iðnari stjórnmálabloggurum landsins. Hætt er við að nokkurt hlé verði á pistlum hans á næstunni því kappinn er kominn í frí til Mæjorku suður í Miðjarðarhafi. Fram kemur á heimasíðu Össurar að eiginkona hans, dr. Árný Sveinbjörnsdóttir, hafi bannað honum að sinna stjórnmálum þarna suður frá og að hún hafi hlegið við þegar hann uppgötvaði að símasamband frá gististaðnum væri slitrótt. En til öryggis tók hún símann af eiginmanninum! Gleymdu að boða ráðherrann Húsavíkurhátíð stendur nú sem hæst og var margt fyrirmenna viðstatt opnun hátíðarinnar, þar á meðal forseti Íslands. Samkvæmt dagskrá hátíðarinnar átti Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra að setja hátíðina enda fyrsti þingmaður kjördæmisins. Hana var hins vegar hvergi að sjá við opnunina og segja þeir fréttanösku menn á miðlinum Skarpi að það hafi ekki stafað af ókurteisi ráðherrans í garð Húsvíkinga, né annríki vegna embættisstarfa. Skýringin var einfaldlega sú að það gleymdist að boða Valgerði! Er hætt við að forsvarsmenn bæjarins verði hálfkindarlegir næst þegar þeir hitta ráðherrann. Friðfinnur talinn líklegastur Annars eru Húsvíkingar og nærsveitamenn aðallega að velta því fyrir sér þessa dagana hver verði bæjarstjóri nýja sveitarfélagsins Norðurþings. Múgur og margmenni sótti um stöðuna líkt og aðrar bæjarstjórastöður að undanförnu og þar á meðal eru menn sem virðast hafa sótt um allar stjórastöður sem losnað hafa á landinu í sumar. Má þar nefna Guðmund Rúnar Svavarsson og Róbert Trausta Árnason. Þeir hafa varla erindi sem erfiði þarna nyrðra heldur því flestir heimamenn telja víst að Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, hljóti hnossið enda sé hann vel að starfinu kominn og réttu megin í pólitíkinni aukinheldur.
Innlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira