Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem rændi verslun Krónunnar í Mosfellsbæ fyrr í mánuðinum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn í gæsluvarðhald til 1. september.
Maðurinn réðst inn í verslunina 15. júlí vopnaður hnífi og hafði á brott með sér talsvert fé. Hann var síðan handtekinn á gangi skömmu síðar.
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að brot mannsins væri ekki þess eðlis að nauðsynlegt væri að hann sætti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.