ÁTVR hefur veitt Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk úr Pokasjóði til framkvæmda við gerð göngustíga og útsýnispalla við Gullfoss.
Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við framlaginu fyrir viku í umhverfisráðuneytinu.
Þetta er í þriðja sinn sem ÁTVR hefur milligöngu um styrkveitingu til framkvæmda við Gullfoss, en það gerði fyrirtækið einnig á árunum 1992-1994 og árið 2004. Með þessu nýjasta framlagi verður lokið við gerð plankastéttar sem mun þá ná frá gestastofunni að útsýnispallinum.