Ísraelski herinn ritskoðaði fréttir 28. júlí 2006 07:15 Eldflaug Hizbollah tekst á loft Samkvæmt ísraelskum lögum er fréttamönnum bannað að fjalla um hvar þessi eldflaug lenti, nema með samþykki ísraelska hersins. MYND/nordicphotos/afp Á dögunum barst Fréttablaðinu frétt frá alþjóðlegu fréttastofunni Associated Press um bardaga Ísraelsmanna og Hizbollah-liða við Bint Jbail. Fréttin var vandlega merkt sem "endurskoðuð af ritskoðanda ísraelska hersins" og hafði verið stytt frá fyrri útgáfu. Embætti sérstaks ritskoðanda stríðsfrétta hjá Ísraelsher hefur "forkunnarmikil völd" að sögn Sima Vaknin, sem gegnir þeirri stöðu nú um stundir. Í viðtali við AP segist Vaknin geta látið loka dagblöðum og sjónvarpsstöðum og sett á allsherjar stríðsfréttabann. Einnig er haft eftir henni að hún geti látið varpa blaðamönnum í fangelsi. "Ég get næstum allt," segir ritskoðandinn. Allir blaðamenn sem fylgjast beint með átökunum í Suður-Líbanon þurfa að undirrita samstarfssamning sem kveður meðal annars á um að ísraelski herinn megi ritskoða fréttaflutning þeirra. Talsmaður hersins segir að ritskoðunin snúi einkum að fréttum sem gætu skaðað öryggi borgara og hagsmuni hersins. Til að mynda sé bannað að segja frá því hvar eldflaugar Hizbollah lenda, í því sjónarmiði að auðvelda andstæðingnum ekki að miða betur. Andstæðingar ritskoðunarinnar segja þetta "fyrirslátt" og að virkt kerfi opinberrar ritskoðunar sé til marks um ólýðræðislegt stjórnarfar landsins; reglurnar séu reyndar ekki óeðlilegar sem slíkar, hið óeðlilega sé að þeim sé framfylgt. Fleiri þjóðir eru með svipaðar reglur á stríðstímum, þeirra á meðal Bandaríkin vegna fréttaflutnings frá Írak. Það mun þó vera tiltölulega fátítt að þeim sé framfylgt í slíkum mæli að fréttastofur eins og AP sjái ástæðu til að minnast á það sérstaklega, nema vegna myndbirtinga, til dæmis af líkkistum bandarískra hermanna. Erlent Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Á dögunum barst Fréttablaðinu frétt frá alþjóðlegu fréttastofunni Associated Press um bardaga Ísraelsmanna og Hizbollah-liða við Bint Jbail. Fréttin var vandlega merkt sem "endurskoðuð af ritskoðanda ísraelska hersins" og hafði verið stytt frá fyrri útgáfu. Embætti sérstaks ritskoðanda stríðsfrétta hjá Ísraelsher hefur "forkunnarmikil völd" að sögn Sima Vaknin, sem gegnir þeirri stöðu nú um stundir. Í viðtali við AP segist Vaknin geta látið loka dagblöðum og sjónvarpsstöðum og sett á allsherjar stríðsfréttabann. Einnig er haft eftir henni að hún geti látið varpa blaðamönnum í fangelsi. "Ég get næstum allt," segir ritskoðandinn. Allir blaðamenn sem fylgjast beint með átökunum í Suður-Líbanon þurfa að undirrita samstarfssamning sem kveður meðal annars á um að ísraelski herinn megi ritskoða fréttaflutning þeirra. Talsmaður hersins segir að ritskoðunin snúi einkum að fréttum sem gætu skaðað öryggi borgara og hagsmuni hersins. Til að mynda sé bannað að segja frá því hvar eldflaugar Hizbollah lenda, í því sjónarmiði að auðvelda andstæðingnum ekki að miða betur. Andstæðingar ritskoðunarinnar segja þetta "fyrirslátt" og að virkt kerfi opinberrar ritskoðunar sé til marks um ólýðræðislegt stjórnarfar landsins; reglurnar séu reyndar ekki óeðlilegar sem slíkar, hið óeðlilega sé að þeim sé framfylgt. Fleiri þjóðir eru með svipaðar reglur á stríðstímum, þeirra á meðal Bandaríkin vegna fréttaflutnings frá Írak. Það mun þó vera tiltölulega fátítt að þeim sé framfylgt í slíkum mæli að fréttastofur eins og AP sjái ástæðu til að minnast á það sérstaklega, nema vegna myndbirtinga, til dæmis af líkkistum bandarískra hermanna.
Erlent Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira