Mannskaði ef eldur brýst út 28. júlí 2006 07:45 Stórflutningar um Hvalfjarðargöng Eldsneytisflutningabílar mega einungis fara gegnum göngin á ákveðnum tímum dags, en slökkviliðsstjóri telur það mikla mildi að ekki hafi orðið slys. Gríðarlega erfitt yrði að forða fólki úr Hvalfjarðargöngum ef kviknaði í olíuflutningabíl inni í þeim, að sögn slökkviliðsstjóra í Borgarnesi. „Enginn hættir sér inn í göngin ef þar brenna þrjátíu þúsund lítrar af bensíni, bíllinn yrði látinn brenna,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi. „Það er ólíklegt að aðrir bílar gætu forðað sér, þarna yrði mannskaði. Reykurinn færi á tveggja metra hraða á sekúndu um göngin, bílar virkuðu ekki og allt yrði súrefnislaust. Við mundum ekki fórna fleiri mannslífum fyrir færri.“ Í viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga segir að nær útilokað sé fyrir slökkviliðið að slökkva eld í venjulegum vöruflutningabíl. Ef um eldsneytisflutningabíl er að ræða gæti bruninn valdið hrunhættu úr bergi vegna mikils hita. Bjarni segir einnig marga vörubílstjóra ekki hafa hugmynd um hvað þeir eru að flytja í bílunum. „Þeir gætu verið að flytja klór eða rafgeyma, en þetta er aldrei skoðað,“ segir Bjarni. „Hér fara í gegn hjá okkur að jafnaði um tveir stórir bílar með flugvélaeldsneyti til Akureyrar í hverri viku og það er einungis Guði og lukkunni fyrir að þakka að ekki hefur farið illa.“ Samgönguráðuneytið hefur óskað eftir því við Umferðarstofu að athugun fari fram á hættu við að flytja eldsneyti um Hvalfjarðargöng. Búist er við niðurstöðum úr þeirri vinnu í haust. Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Gríðarlega erfitt yrði að forða fólki úr Hvalfjarðargöngum ef kviknaði í olíuflutningabíl inni í þeim, að sögn slökkviliðsstjóra í Borgarnesi. „Enginn hættir sér inn í göngin ef þar brenna þrjátíu þúsund lítrar af bensíni, bíllinn yrði látinn brenna,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi. „Það er ólíklegt að aðrir bílar gætu forðað sér, þarna yrði mannskaði. Reykurinn færi á tveggja metra hraða á sekúndu um göngin, bílar virkuðu ekki og allt yrði súrefnislaust. Við mundum ekki fórna fleiri mannslífum fyrir færri.“ Í viðbragðsáætlun Hvalfjarðarganga segir að nær útilokað sé fyrir slökkviliðið að slökkva eld í venjulegum vöruflutningabíl. Ef um eldsneytisflutningabíl er að ræða gæti bruninn valdið hrunhættu úr bergi vegna mikils hita. Bjarni segir einnig marga vörubílstjóra ekki hafa hugmynd um hvað þeir eru að flytja í bílunum. „Þeir gætu verið að flytja klór eða rafgeyma, en þetta er aldrei skoðað,“ segir Bjarni. „Hér fara í gegn hjá okkur að jafnaði um tveir stórir bílar með flugvélaeldsneyti til Akureyrar í hverri viku og það er einungis Guði og lukkunni fyrir að þakka að ekki hefur farið illa.“ Samgönguráðuneytið hefur óskað eftir því við Umferðarstofu að athugun fari fram á hættu við að flytja eldsneyti um Hvalfjarðargöng. Búist er við niðurstöðum úr þeirri vinnu í haust.
Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira