Innlent

Þjónusta við akstur bætt

Breytingar á reglum um akstursþjónustu eldri borgara voru samþykktar á fundi Velferðar­ráðs Reykjavíkurborgar í gær. Markmið þjónustunnar er að gera eldri borgurum kleift að búa lengur heima.

Umsækjendur um akstursþjónustuna ráða því framvegis til hvaða erinda þeir nýta ferðir sem hafa hingað til einskorðast við læknisheimsóknir, skipulagða endurhæfingu eða félagsstarf á vegum borgarinnar.

Þjónustusvæðið stækkar og nær nú yfir allt höfuðborgar­svæðið. Einnig geta umsækjendur nú tekið með sér aðstoðarmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×