Varlega verði farið í skattabreytingar 10. ágúst 2006 07:30 Geir H. haarde Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra telja nauðsynlegt að fara varlega í breytingar á skattkerfinu, þrátt fyrir að ójöfnuður hafi farið vaxandi síðustu ár. Á þriðja þúsund einstaklingar höfðu eingöngu tekjur á síðasta ári sem taldar voru fram sem fjármagnstekjur, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Skattur á fjármagnstekjur er tíu prósent en hefðbundinn tekjuskattur er næstum fjórfalt hærri, 37 prósent. Geir segir spurningar um há laun einstakra starfsmanna fyrirtækja þurfa að beinast til forsvarsmanna fyrirtækjanna sjálfra. „Spurningar um laun einstakra starfsmanna fyrirtækja verða að beinast að forsvarsmönnumfyrirtækjanna sjálfra, eðli málsins samkvæmt. Það er ánægjulegt að fyrirtæki séu það vel stæð að þau geti greitt góð laun, en ef laun fara út fyrir velsæmismörk hjá almenningi í landinu er það ekki hyggilegt fyrir fyrirtækin sjálf. Það verður að gæta sín á því í umræðu um há laun að ganga ekki of hart fram þannig að fyrirtæki og athafnamenn sem skapa arðinn í landinu fari ekki með starfsemi sína úr landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sá arður sköpum fyrir almenning í landinu.“ Ekki hefur sérstaklega verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að breyta skattkerfinu, en Árni segir það vera í sífelldri endurskoðun. „Við erum alltaf að skoða skattakerfið, en skoðun á launaupplýsingum sýnir hversu vel stæðir Íslendingar eru orðnir og það situr mikið eftir af þeim miklu tekjum sem hér hafa orðið til að undanförnu. Skattlagning á fjármagnstekjur er viðkvæm og það er vandmeðfarið að eiga við breytingar á þeim skatti.“ Árni segir jafnframt að best væri að geta lækkað tekjuskattinn enn meira, en ítrekar að til þess þurfi aðstæður að vera réttar. „Það væri auðvitað draumur að geta lækkað tekjuskattinn sem mest en það hefur sýnt sig að það er frekar snúið að lækka tekjuskattinn á tímum grósku og mikils hagvaxtar. En ég get alls ekki leynt því að það væri ákjósanlegt að geta látið fjármagnstekjuskatt og hefðbundinn tekjuskatt nálgast með því að lækka tekjuskattinn umtalsvert.“ Spurður hvort honum finnist sanngjarnt að einstaklingar komist upp með það að borga tíu prósenta skatt af tekjum sínum sagði hann sanngirni vera afstæða í þessu sem öðru. „Þetta snýst nú ekki alltaf um hvað sé sanngjarnt. Það er auðvitað mikið matsatriði. Það sem gæti verið sanngjarnt gæti þýtt í huga einhvers að það væri ekki um neinar tekjur að tefla. Ég held að við höfum verið að gera ákveðnar tillögur að breytingum á skattkerfinu sem miði í rétta átt. Það er ekkert launungarmál að við viljum lækka skattana en réttar aðstæður verða að vera fyrir hendi svo það sé hægt.“ Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra telja nauðsynlegt að fara varlega í breytingar á skattkerfinu, þrátt fyrir að ójöfnuður hafi farið vaxandi síðustu ár. Á þriðja þúsund einstaklingar höfðu eingöngu tekjur á síðasta ári sem taldar voru fram sem fjármagnstekjur, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Skattur á fjármagnstekjur er tíu prósent en hefðbundinn tekjuskattur er næstum fjórfalt hærri, 37 prósent. Geir segir spurningar um há laun einstakra starfsmanna fyrirtækja þurfa að beinast til forsvarsmanna fyrirtækjanna sjálfra. „Spurningar um laun einstakra starfsmanna fyrirtækja verða að beinast að forsvarsmönnumfyrirtækjanna sjálfra, eðli málsins samkvæmt. Það er ánægjulegt að fyrirtæki séu það vel stæð að þau geti greitt góð laun, en ef laun fara út fyrir velsæmismörk hjá almenningi í landinu er það ekki hyggilegt fyrir fyrirtækin sjálf. Það verður að gæta sín á því í umræðu um há laun að ganga ekki of hart fram þannig að fyrirtæki og athafnamenn sem skapa arðinn í landinu fari ekki með starfsemi sína úr landinu. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir sá arður sköpum fyrir almenning í landinu.“ Ekki hefur sérstaklega verið rætt um það innan ríkisstjórnarinnar að breyta skattkerfinu, en Árni segir það vera í sífelldri endurskoðun. „Við erum alltaf að skoða skattakerfið, en skoðun á launaupplýsingum sýnir hversu vel stæðir Íslendingar eru orðnir og það situr mikið eftir af þeim miklu tekjum sem hér hafa orðið til að undanförnu. Skattlagning á fjármagnstekjur er viðkvæm og það er vandmeðfarið að eiga við breytingar á þeim skatti.“ Árni segir jafnframt að best væri að geta lækkað tekjuskattinn enn meira, en ítrekar að til þess þurfi aðstæður að vera réttar. „Það væri auðvitað draumur að geta lækkað tekjuskattinn sem mest en það hefur sýnt sig að það er frekar snúið að lækka tekjuskattinn á tímum grósku og mikils hagvaxtar. En ég get alls ekki leynt því að það væri ákjósanlegt að geta látið fjármagnstekjuskatt og hefðbundinn tekjuskatt nálgast með því að lækka tekjuskattinn umtalsvert.“ Spurður hvort honum finnist sanngjarnt að einstaklingar komist upp með það að borga tíu prósenta skatt af tekjum sínum sagði hann sanngirni vera afstæða í þessu sem öðru. „Þetta snýst nú ekki alltaf um hvað sé sanngjarnt. Það er auðvitað mikið matsatriði. Það sem gæti verið sanngjarnt gæti þýtt í huga einhvers að það væri ekki um neinar tekjur að tefla. Ég held að við höfum verið að gera ákveðnar tillögur að breytingum á skattkerfinu sem miði í rétta átt. Það er ekkert launungarmál að við viljum lækka skattana en réttar aðstæður verða að vera fyrir hendi svo það sé hægt.“
Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira