Óvissa ríkjandi um hagkvæmni stóriðju 10. ágúst 2006 07:15 Gera þarf orkugeirann gagnsærri, segir Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar Efnahags- og þróunarstofnunarinnar í París, OECD. Hann kynnti í gærmorgun, ásamt Hannes Suppanz, hagfræðingi á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, efni nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi. Koromzay segir óvissu vera uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu. Að mörgu leyti stendur landið sig frábærlega í auðlindastjórnun og nægir að benda á sjávarútveginn og kvótakerfið. Sömu sögu er því miður ekki að segja um orkugeirann. Þar er þörf á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum er búinn. Hann segir ljóst að eina leið þjóðarinnar til orkuútflutnings sé með sölu til stóriðju. En það hefur enginn hugmynd um hverju það skilar til þjóðarinnar því allt gagnsæi vantar. Telur Koromazay að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu, opna þurfi iðnaðinn og auka með því gagnsæi og samkeppni um leið og frekari stóriðja verði metin á breiðum gagnsæjum kostnaðar- og ábatagrundvelli, þar sem tekið verði tillit til þátta á borð við viðeigandi landleigu fyrir notkun náttúrugæða, umhverfisáhrif og þjóðhagslegar afleiðingar. Sem stendur er litið á orkusölusamninga sem viðskiptaleyndarmál þannig að við vitum ekki hvort viðunandi verð fæst fyrir orkuna, segir Koromazay. Þá segir í skýrslu OECD að æskilegt sé að fresta hér nýjum stóriðjuframkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. OECD telur að þensluáhrifum skattalækkana verði að mæta með viðbótarniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu, auk þess sem stjórn peningamála þurfi að vera ströng áfram. Þannig gerir stofnunin ráð fyrir því að vextir hér þurfi enn að hækka. Góður árangur felur samt í sér vanda fyrir stjórn efnahagsmála, því erfitt getur verið fyrir stjórnmálamenn að halda fram þörfinni á aðhaldi og enn frekari afgangi á ríkissjóði þegar hann er þegar ríflegur, segir Hannes Suppanz. Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Gera þarf orkugeirann gagnsærri, segir Val Koromzay, yfirmaður landarannsókna efnahagsdeildar Efnahags- og þróunarstofnunarinnar í París, OECD. Hann kynnti í gærmorgun, ásamt Hannes Suppanz, hagfræðingi á skrifstofu OECD sem sér um málefni Íslands og Bandaríkjanna, efni nýrrar skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi. Koromzay segir óvissu vera uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu. Að mörgu leyti stendur landið sig frábærlega í auðlindastjórnun og nægir að benda á sjávarútveginn og kvótakerfið. Sömu sögu er því miður ekki að segja um orkugeirann. Þar er þörf á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum er búinn. Hann segir ljóst að eina leið þjóðarinnar til orkuútflutnings sé með sölu til stóriðju. En það hefur enginn hugmynd um hverju það skilar til þjóðarinnar því allt gagnsæi vantar. Telur Koromazay að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu, opna þurfi iðnaðinn og auka með því gagnsæi og samkeppni um leið og frekari stóriðja verði metin á breiðum gagnsæjum kostnaðar- og ábatagrundvelli, þar sem tekið verði tillit til þátta á borð við viðeigandi landleigu fyrir notkun náttúrugæða, umhverfisáhrif og þjóðhagslegar afleiðingar. Sem stendur er litið á orkusölusamninga sem viðskiptaleyndarmál þannig að við vitum ekki hvort viðunandi verð fæst fyrir orkuna, segir Koromazay. Þá segir í skýrslu OECD að æskilegt sé að fresta hér nýjum stóriðjuframkvæmdum þar til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. OECD telur að þensluáhrifum skattalækkana verði að mæta með viðbótarniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu, auk þess sem stjórn peningamála þurfi að vera ströng áfram. Þannig gerir stofnunin ráð fyrir því að vextir hér þurfi enn að hækka. Góður árangur felur samt í sér vanda fyrir stjórn efnahagsmála, því erfitt getur verið fyrir stjórnmálamenn að halda fram þörfinni á aðhaldi og enn frekari afgangi á ríkissjóði þegar hann er þegar ríflegur, segir Hannes Suppanz.
Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira