Leikskólakennarar fást enn ekki til starfa á leikskólum 10. ágúst 2006 08:00 LEIKSKÓLASTARF. Erfitt getur reynst að taka við börnum af biðlista í haust ef ekki tekst að fullmanna leikskólana. MYND/vilhelm Búast má við að ráða þurfi ófaglært starfsfólk í stað leikskólakennara í haust, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Björg segir sögur um manneklu á leikskólum hljóma kunnuglega og telur líklegt að allir leikskólakennarar séu þegar búnir að ráða sig. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri á Maríuborg í Grafarholti, segir að nú vanti leikskólann þrjá leikskólakennara og aðstoð í eldhús. „Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir leikskólakennurum í Fréttablaðinu án þess að fá viðbrögð.“ María segir þetta óvanalegt því yfirleitt komi fyrirspurnir um störf í kjölfar auglýsinga. „Það hefur verið regla hjá mér að ráða ekki yngra starfsfólk en 22 ára en nú gæti farið svo að ég þurfi að gera undantekningu á þeirri reglu vegna manneklu.“ Guðný gerir sér ekki miklar vonir um að fá menntaða leikskólakennara í þær stöður sem enn eru ómannaðar. „Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að manna þessar stöður verður erfitt að taka við þeim börnum sem búið var að lofa plássi í haust.“ Guðný segir léleg laun á leikskólum eina helstu ástæðu þess að svo illa gangi að manna stöðurnar. Vel gengur að manna stöður við leikskólann Kiðagil á Akureyri, að sögn Snjólaugar Brjánsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að þeir leikskólakennarar sem menntaðir séu við Háskólann á Akureyri skili sér vel í leikskólana á Akureyri. Betur hefur gengið að ráða í stöður grunnskólakennara nú en oft áður, að sögn Þorsteins Hjartarsonar, skólastjóri Fellaskóla, en aðeins á eftir að manna stöðu heimilisfræðikennara við skólann. Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Borgaskóla í Grafarvogi, segir að ennþá séu einhverjir lausir endar varðandi ráðningar en vonast til að á næstu dögum náist að fullmanna skólann. Staðan er sömuleiðis góð við grunnskólann í Hveragerði. Þar vantar danskennara og þroskaþjálfa en ráðið var í aðrar stöður fyrr í sumar, að sögn Páls Leós Jónssonar, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Hveragerði. Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Búast má við að ráða þurfi ófaglært starfsfólk í stað leikskólakennara í haust, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Björg segir sögur um manneklu á leikskólum hljóma kunnuglega og telur líklegt að allir leikskólakennarar séu þegar búnir að ráða sig. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri á Maríuborg í Grafarholti, segir að nú vanti leikskólann þrjá leikskólakennara og aðstoð í eldhús. „Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir leikskólakennurum í Fréttablaðinu án þess að fá viðbrögð.“ María segir þetta óvanalegt því yfirleitt komi fyrirspurnir um störf í kjölfar auglýsinga. „Það hefur verið regla hjá mér að ráða ekki yngra starfsfólk en 22 ára en nú gæti farið svo að ég þurfi að gera undantekningu á þeirri reglu vegna manneklu.“ Guðný gerir sér ekki miklar vonir um að fá menntaða leikskólakennara í þær stöður sem enn eru ómannaðar. „Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að manna þessar stöður verður erfitt að taka við þeim börnum sem búið var að lofa plássi í haust.“ Guðný segir léleg laun á leikskólum eina helstu ástæðu þess að svo illa gangi að manna stöðurnar. Vel gengur að manna stöður við leikskólann Kiðagil á Akureyri, að sögn Snjólaugar Brjánsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að þeir leikskólakennarar sem menntaðir séu við Háskólann á Akureyri skili sér vel í leikskólana á Akureyri. Betur hefur gengið að ráða í stöður grunnskólakennara nú en oft áður, að sögn Þorsteins Hjartarsonar, skólastjóri Fellaskóla, en aðeins á eftir að manna stöðu heimilisfræðikennara við skólann. Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Borgaskóla í Grafarvogi, segir að ennþá séu einhverjir lausir endar varðandi ráðningar en vonast til að á næstu dögum náist að fullmanna skólann. Staðan er sömuleiðis góð við grunnskólann í Hveragerði. Þar vantar danskennara og þroskaþjálfa en ráðið var í aðrar stöður fyrr í sumar, að sögn Páls Leós Jónssonar, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Hveragerði.
Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira