Deila um tilboð til íslenskra stjórnvalda 10. ágúst 2006 07:15 Varnarliðsmenn að störfum Óvíst er enn hver niðurstaðan verður í varnarviðræðunum milli Íslands og Bandaríkjanna. Til grundvallar liggur varnaráætlun sem lögð hefur verið fram af hálfu Bandaríkjamanna. MYND/Heiða Íslensk stjórnvöld hafa til skoðunar varnaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa lagt til grundvallar í viðræðum um skipan varnarmála á Íslandi. Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir Íslands hönd, sagðist eiga von á því að samkomulag milli þjóðanna tveggja myndi nást fyrir septemberlok, en þá er áætlað að varnarliðið verði farið af landi brott. „Ég geri ráð fyrir því að fallist verði á varnaráætlunina, ef það næst samkomulag um málið í heild.“ Geir kynnti í gær fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna, hvaða tillögur hefðu komið fram í varnarviðræðunum. „Þetta mál er í viðræðuferli. Í síðustu viku fóru fram viðræður þar sem meðal annars var farið yfir varnaráætlun sem lögð hefur verið til grundvallar af hálfu Bandaríkjamanna. Einnig var rætt um önnur atriði sem lúta að viðskilnaði Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og hvernig gengið verður frá þeim málum.“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hafa heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hefðu boðið Íslendingum 36 milljónir dollara, eða 2,5 milljarð króna, fyrir að hafa umsjón með fasteignum tengdum Atlantshafsbandalaginu á Miðnesheiði. Geir segir þessar upplýsingar rangar. „Ég kannast ekki við þessar upplýsingar sem Össur kom fram með, eða þá fjárhæð sem hann nefndi. Þessi orð Össurar komu okkur sem vinnum að þessum viðræðum í opna skjöldu og hann einn getur svarað fyrir það hvaðan hann fær þessar upplýsingar.“ Össur segist hafa traustar heimildir fyrir þessum upplýsingum og dregur í efa að boðleiðir innan ráðuneytis Geirs hafi náð til hans. „Ég dreg það ekki í efa, ef Geir segist ekki hafa heyrt af þessu tilboði, því ég þekki Geir ekki af öðru en að hann segi satt og rétt frá. Viðbrögð hans vekja hins vegar hjá mér spurningar um boðleiðir í utanríkisráðuneytinu, sem hann stýrði. Heimildir sem ég treysti, og ofbuðu þau vinnubrögð sem stjórnvöld hafa beitt í samningaviðræðunum, greindu mér frá því að Bandaríkjamenn hefðu óformlega fyrr á árinu, viðrað við Íslendinga að þeir væru tilbúnir til þess að greiða Íslendingum 36 milljónir dollara fyrir að sjá um ákveðin verkefni sem litu að umsjón og viðhaldi á fasteignum Atlantshafsbandalagsins. Hvernig sem því var komið á framfæri við íslensk stjórnvöld er óhjákvæmilegt annað en að formaður viðræðunefndarinnar hafi vitað af því.“ Össur segir útreikninga, sem að baki tilboðinu liggja, hafa verið afhenta utanríkisráðuneytinu fyrr á þessu ári. „Ég veit hins vegar að upphæðin var niðurstaða útreikninga sem Bandaríkjamenn létu framkvæma, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að þetta væri kostnaðurinn við þessi tilteknu verk. Frá sömu heimildum hef ég það, að blöð með þessum útreikningum hafi verið afhent utanríkisráðuneytinu, ekki síðar en í maí eða júní á þessu ári. Ég hef nefnt þessa tölu við háttsetta embættismenn sem hafa kannast við þessa tölu.“ Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa til skoðunar varnaráætlun sem Bandaríkjamenn hafa lagt til grundvallar í viðræðum um skipan varnarmála á Íslandi. Geir H. Haarde forsætisráðherra, sem stýrir viðræðunum fyrir Íslands hönd, sagðist eiga von á því að samkomulag milli þjóðanna tveggja myndi nást fyrir septemberlok, en þá er áætlað að varnarliðið verði farið af landi brott. „Ég geri ráð fyrir því að fallist verði á varnaráætlunina, ef það næst samkomulag um málið í heild.“ Geir kynnti í gær fyrir formönnum stjórnarandstöðuflokkanna, hvaða tillögur hefðu komið fram í varnarviðræðunum. „Þetta mál er í viðræðuferli. Í síðustu viku fóru fram viðræður þar sem meðal annars var farið yfir varnaráætlun sem lögð hefur verið til grundvallar af hálfu Bandaríkjamanna. Einnig var rætt um önnur atriði sem lúta að viðskilnaði Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvelli og hvernig gengið verður frá þeim málum.“ Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins hafa heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hefðu boðið Íslendingum 36 milljónir dollara, eða 2,5 milljarð króna, fyrir að hafa umsjón með fasteignum tengdum Atlantshafsbandalaginu á Miðnesheiði. Geir segir þessar upplýsingar rangar. „Ég kannast ekki við þessar upplýsingar sem Össur kom fram með, eða þá fjárhæð sem hann nefndi. Þessi orð Össurar komu okkur sem vinnum að þessum viðræðum í opna skjöldu og hann einn getur svarað fyrir það hvaðan hann fær þessar upplýsingar.“ Össur segist hafa traustar heimildir fyrir þessum upplýsingum og dregur í efa að boðleiðir innan ráðuneytis Geirs hafi náð til hans. „Ég dreg það ekki í efa, ef Geir segist ekki hafa heyrt af þessu tilboði, því ég þekki Geir ekki af öðru en að hann segi satt og rétt frá. Viðbrögð hans vekja hins vegar hjá mér spurningar um boðleiðir í utanríkisráðuneytinu, sem hann stýrði. Heimildir sem ég treysti, og ofbuðu þau vinnubrögð sem stjórnvöld hafa beitt í samningaviðræðunum, greindu mér frá því að Bandaríkjamenn hefðu óformlega fyrr á árinu, viðrað við Íslendinga að þeir væru tilbúnir til þess að greiða Íslendingum 36 milljónir dollara fyrir að sjá um ákveðin verkefni sem litu að umsjón og viðhaldi á fasteignum Atlantshafsbandalagsins. Hvernig sem því var komið á framfæri við íslensk stjórnvöld er óhjákvæmilegt annað en að formaður viðræðunefndarinnar hafi vitað af því.“ Össur segir útreikninga, sem að baki tilboðinu liggja, hafa verið afhenta utanríkisráðuneytinu fyrr á þessu ári. „Ég veit hins vegar að upphæðin var niðurstaða útreikninga sem Bandaríkjamenn létu framkvæma, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að þetta væri kostnaðurinn við þessi tilteknu verk. Frá sömu heimildum hef ég það, að blöð með þessum útreikningum hafi verið afhent utanríkisráðuneytinu, ekki síðar en í maí eða júní á þessu ári. Ég hef nefnt þessa tölu við háttsetta embættismenn sem hafa kannast við þessa tölu.“
Innlent Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira