„Þeir sem vilja vera Íslendingar og vera í þessu landi þurfa að greiða keisaranum það sem keisarans er,“ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, í viðtali við Fréttablaðið í dag.
Guðni sækist eftir endurkjöri í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþinginu um aðra helgi. Í Fréttablaðinu næstu daga munu birtast viðtöl við aðra frambjóðendur til helstu trúnaðarstarfa innan Framsóknarflokksins.