Innlent

Yfirvöld virði rétt borgara

 „Í tilefni frétta af aðgerðum yfirvalda gegn mótmælendum og ferðafólki við Snæfell telur Samfylkingin rétt að minna yfirvöld á mikilvægi þess að virða lýðræðisleg réttindi borgaranna,“ segir í ályktun Samfylkingarfélaga Reykjavíkur. „Einstaklingar hafa skýlausan rétt á að ferðast frjálsir um landið og að tjá hug sinn með friðsamlegum mótmælum.“

„Með mótmælum sínum kom Sigríður í Brattholti í veg fyrir virkjun Gullfoss, Gnúpverjar hafa með mótmælum staðið vörð um Þjórsárver og vegna mótmæla var kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield lokað,“ segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×