Innlent

Vilja tala um samkynhneigð

Námskeið um samkynhneigð fyrir alla grunnskólakennara á Akureyri verður haldið þann 14. ágúst. Tilgangurinn er að búa kennara og aðra starfsmenn skóla á Akureyri undir þá nýjung að talað verði um samkynhneigð í skólanum en ekki þagað yfir henni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fundarstjóra, Sverri Páli Erlendssyni.

Stefna Skóladeildar Akureyrar, sem stendur fyrir námskeiðinu, er að taka upp kennslu þar sem fjallað verður um samkynhneigð eins og hvert annað lífsform í samfélaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×