Vantar fleiri Sæluvikur 12. ágúst 2006 06:00 Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Húnvetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erlingur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðsins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar. Innlent Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósentum svarenda þótti best að hann væri liðinn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Húnvetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erlingur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðsins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar.
Innlent Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira