Innlent

Útilokar ekki hátekjuskatt

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra útilokar ekki að taka verði upp hátekjuskatt að nýju til að sporna gegn vaxandi misskiptingu tekna í samfélaginu, auk þess sem endurskoða verði skattlagningu á fyrirtæki og fjármagnstekjur.

Það er spurning hvort ekki megi auka álögur á fyrirtæki og fjármagnseigendur en lækka þær á venjulegt launafólk. Þá vil ég ekki útiloka að við tökum á einhvern hátt upp annað skattþrep og hátekjuskatt á tekjur sem ná þeim fjárhæðum sem venjulegt fólk á erfitt með að skilja sem launatekjur, segir hún.

Á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi verður kosið milli Jónínu og Guðna Ágústssonar í embætti varaformanns flokksins og segist Jónína taka niðurstöðunni hver sem hún verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×