Ófremdarástand í dagvistun barna 12. ágúst 2006 07:30 Dagvistun Fjöldi foreldra í Vesturbæ Reykjavíkur hefur enn ekki fundið dagvistun fyrir börn sín. Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vesturbænum er ekki eins mikill og annars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbænum miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breiðholti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á biðlista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dagmóðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „Foreldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka einstæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á biðlista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna. Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vesturbænum er ekki eins mikill og annars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbænum miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breiðholti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á biðlista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niðurgreiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dagmóðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „Foreldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka einstæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félagsstofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á biðlista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna.
Innlent Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira