Segir ákvæði í kjara- samningum vera lögmæt 14. ágúst 2006 06:45 Magnús Norðdahl Elín skrifaði grein þess efnis sem birtist í Tímariti lögfræðinga í júlí. Mannréttindadómstóll Evrópu tók fyrir mál Dana í janúar 2006 og komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í kjarasamningum, sem skylda starfsmenn til að vera í tilteknum stéttarfélögum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði, brytu gegn rétti starfsmanna til félagafrelsis. Elín telur að dómurinn hafi áhrif á forgangsréttarákvæði sem algeng eru í íslenskum kjarasamningum en þau kveða á um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags hafi forgang til vinnu á félagssvæði þess. „Ég er hreint ekki sammála henni og tel að þetta sé fyrst og fremst hugarleikfimi og vangaveltur hennar. Kjarninn í málinu er sá að hvorugur þessara dóma fjallar um forgangsákvæði, heldur útilokunarákvæði, og það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd,“ segir Magnús Norðdahl. „Í útilokunarákvæðum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði ranglega, lofar atvinnurekandi að ráða engan í vinnu nema að hann sé í viðkomandi stéttarfélagi. Dómurinn gekk svona langt vegna þess að mennirnir sem kærðu misstu starfið vegna ákvæðisins. Ákvæði um forgangsréttarákvæðið eru allt annars eðlis. Á Íslandi mæla þau fyrir um að félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi skulu hafa forgang um starf ef að þeir eru jafnhæfir og aðrir. Auk þess geta fleiri en eitt og fleiri en tvö stéttarfélög verið með forgangsrétt í samningum, svo því er í raun sjaldan beitt,“ segir Magnús. Magnús segir einnig að dómurinn hafi ekkert að segja um innheimtu stéttarfélagsgjalda af launum starfsmanna, sem ekki eru meðlimir í stéttarfélögum. „Verkalýðsfélögum er falið mjög mikilvægt hlutverk fyrir alla, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Þeir sem borga hluta launanna í stéttarfélag njóta sömu verndar sem kjaratryggingar fjalla um. Þú ræður því hvort að þú ert félagsmaður en þú ræður því ekki hvort þú borgar þessi gjöld, frekar en að þú getur ákveðið að borga ekki skatt til almannatrygginga af því að þú ert aldrei veikur,“ segir Magnús. Innlent Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Elín skrifaði grein þess efnis sem birtist í Tímariti lögfræðinga í júlí. Mannréttindadómstóll Evrópu tók fyrir mál Dana í janúar 2006 og komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í kjarasamningum, sem skylda starfsmenn til að vera í tilteknum stéttarfélögum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði, brytu gegn rétti starfsmanna til félagafrelsis. Elín telur að dómurinn hafi áhrif á forgangsréttarákvæði sem algeng eru í íslenskum kjarasamningum en þau kveða á um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélags hafi forgang til vinnu á félagssvæði þess. „Ég er hreint ekki sammála henni og tel að þetta sé fyrst og fremst hugarleikfimi og vangaveltur hennar. Kjarninn í málinu er sá að hvorugur þessara dóma fjallar um forgangsákvæði, heldur útilokunarákvæði, og það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd,“ segir Magnús Norðdahl. „Í útilokunarákvæðum, sem Elín kallar aðildarskylduákvæði ranglega, lofar atvinnurekandi að ráða engan í vinnu nema að hann sé í viðkomandi stéttarfélagi. Dómurinn gekk svona langt vegna þess að mennirnir sem kærðu misstu starfið vegna ákvæðisins. Ákvæði um forgangsréttarákvæðið eru allt annars eðlis. Á Íslandi mæla þau fyrir um að félagsmenn í viðkomandi stéttarfélagi skulu hafa forgang um starf ef að þeir eru jafnhæfir og aðrir. Auk þess geta fleiri en eitt og fleiri en tvö stéttarfélög verið með forgangsrétt í samningum, svo því er í raun sjaldan beitt,“ segir Magnús. Magnús segir einnig að dómurinn hafi ekkert að segja um innheimtu stéttarfélagsgjalda af launum starfsmanna, sem ekki eru meðlimir í stéttarfélögum. „Verkalýðsfélögum er falið mjög mikilvægt hlutverk fyrir alla, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki. Þeir sem borga hluta launanna í stéttarfélag njóta sömu verndar sem kjaratryggingar fjalla um. Þú ræður því hvort að þú ert félagsmaður en þú ræður því ekki hvort þú borgar þessi gjöld, frekar en að þú getur ákveðið að borga ekki skatt til almannatrygginga af því að þú ert aldrei veikur,“ segir Magnús.
Innlent Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira