Innlent

Gini-stuðull vandmeðfarinn

Sveinn Agnarsson Sveinn segir að ríki vari sig á því að hafa skattheimtu af fjármagnstekjum ólíka því sem gerist annars staðar.
Sveinn Agnarsson Sveinn segir að ríki vari sig á því að hafa skattheimtu af fjármagnstekjum ólíka því sem gerist annars staðar.

Sú staðreynd að tekjudreifing er að minnka er ekki endilega merki um það að pottur sé brotinn í skattkerfi landsins, segir Sveinn Agnarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun.

Hann segir svokallaðan Gini-stuðul, sem notaður er til að bera saman ójöfnuð í tekjum, vandmeðfarinn. „Í sumum tilfellum getur skattkerfið verið byggt upp þannig að það eigi að hafa mikil áhrif á tekjudreifingu en tekjumismunur­inn samkvæmt Gini-stuðlinum getur samt verið að aukast,“ segir Sveinn.

Hann segir það staðreynd að jaðarskattur á tekjuhæstu einstaklinga landsins hafi hækkað undanfarin ár með afnámi hátekjuskattsins og lækkun skatthlutfalls. „Það er hins vegar ekki svo að eina ástæðan fyrir því að tekjustuðlarnir eru að mæla aukinn ójöfnuð sé að skattkerfið hafi verið að breytast, heldur ekki síður hitt að tekjur manna hafa verið að vaxa svona gríðarlega.“

Sveinn segir að í hinu alþjóðlega umhverfi sé orðið erfitt fyrir ríki að hafa skattheimtu á hreyfanlega skattstofna ólíka því sem gerist annars staðar. Þetta eigi til dæmis við um fjármagnstekjuskatt. Þá skapist sú hætta að skattgreiðendur færi sig til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×