Innlent

Luku hringferð á Ingólfstorgi

Móttaka Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tók á móti hjólreiðaköppunum á Ingólfstorgi í gær.
Móttaka Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tók á móti hjólreiðaköppunum á Ingólfstorgi í gær. MYND/Anton

Hjólreiðakapparnir þrír sem hafa hjólað kringum Ísland til að kynna starfsemi Spes-samtakanna luku ferð sinni í gær. Vilhjálmur Þ.

Vilhjálmsson borgarstjóri tók á móti þeim við athöfn á Ingólfstorgi. Af því tilefni tilkynnti Vilhjálmur um rausnarlega gjöf til samtakanna.

Allt fé sem Spes aflar rennur til að byggja barnaþorp fyrir foreldralaus börn í Tógó í Vestur-Afríku. Drengirnir, Dagbjartur Ingvarsson, Gísli Hvanndal Jakobsson og Guðjón Heiðar Valgarðsson lögðu af stað hjólandi eftir hringveginum þann 18. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×