Erlent

Sprenging banaði tugi manna

Sprenging á markaði Lögregla og sjúkraflutningamenn við markaðinn þar sem tvær sprengjur sprungu í gær.
Sprenging á markaði Lögregla og sjúkraflutningamenn við markaðinn þar sem tvær sprengjur sprungu í gær. MYND/AP

Sprenging varð á yfirbyggðum markaði í Moskvu í Rússlandi í gærmorgun með þeim afleiðingum að tíu fórust og 31 slasaðist. Tveir hinna látnu voru börn.

Samkvæmt frétt rússneskra fjölmiðla segir borgarstjórinn í Moskvu að um heimagerða sprengju hafi verið að ræða. Hafa lögregluyfirvöld hafið morðrannsókn, sem bendir til þess að þau telji sprengjuna tengjast skipulagðri glæpastarfsemi eða viðskiptadeilu, frekar en hryðjuverkum.

Sprengjan sprakk á Cherkisovskí-markaðnum um klukkan 10.30 að staðartíma og hrundi hluti byggingarinnar við hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×