Innlent

Fyrsta íslenska konan keppir

Guðlaug Þorsteinsdóttir hóf keppni í Íslandsmótinu í skák sem hófst í fyrradag en hún er fyrsta íslenska konan til að taka sæti í landsliðsflokki Íslandsmótsins og vinna sér rétt til að tefla um skákmeistara titilinn.

Árið 2001 tefldi Lenka Ptacnikova í landsliðsflokknum en hún var þá tékkneskur ríkisborgari og átti hún því ekki möguleika á að vinna titilinn Skákmeistari Íslands, segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands. Þetta þýðir því að þetta er í fyrsta sinn sem kona á möguleika á að vinna þennan titil svo þetta er sigur íslenskra skákkvenna, sama hvernig fer úr þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×