Innlent

Um 600 símtöl vegna barna

Neyðarlínunni 112 berast um 600 tilkynningar á hverju ári vegna brota gegn börnum, að sögn Péturs Hoffmann, gæðastjóra hennar. Í langflestum tilvikum er um að ræða vanrækslu á börnum, áhættuhegðun eða ofbeldisverk gegn þeim.

Kristján segir að starfsmenn Neyðarlínunnar kalli til lögreglu í einu til tveimur af hverjum tíu tilvikum þegar hringt er inn vegna mála af þessu tagi. Hann kveðst álíta að sumar þeirra tilkynninga sem berist til Neyðarlínunnar myndu ekki skila sér ef þessi þjónusta 112 væri ekki til staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×