Gæðum ábótavant 23. ágúst 2006 07:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „Það er alltaf mikill fengur fyrir okkur sem stuðlum að stefnumótun og eflingu menntakerfisins að fá úttekt utanaðkomandi því glöggt er gests augað,“ segir Þorgerður, en ekki hefur verið gerð slík könnun áður hér á landi. MYND/Pjetur Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýtingu fjármagns, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öflugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu, segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aðsókn í háskólamenntun aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunarleiðum. Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjármögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins, segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er einstakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra námsmanna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé framarlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heimsóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins. Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Það er margt mjög jákvætt í skýrslunni og það er greinilegt að við höfum náð þeim markmiðum að fjölga nemendum, sem er afar mikilvægt, og fjölga tækifærunum á háskólastigi. Hins vegar eru alvarlegar ábendingar varðandi gæðamálin sem styðja það sem við höfum verið að segja í ráðuneytinu, að við verðum að taka markvissari og ákveðnari skref í stefnumótum og betri nýtingu fjármagns, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Í skýrslunni kemur fram að lög um háskóla frá 1997 hafi stuðlað að samkeppni og fjölbreytni á háskólastigi sem hafi leitt til öflugrar starfsemi háskólanna. Hins vegar er það tekið fram að of mikið frjálsræði geti komið niður á gæðum námsbrauta, en Ísland er sagt vera í hópi landa sem þurfi að gera átak í gæðamálum. Við höfum nú þegar svarað gagnrýni með nýrri löggjöf sem hefur tekið gildi og skólarnir hafa tvö ár til að laga sig að. Um leið brýnir þetta okkur í ráðuneytinu að fylgja þessu betur eftir, til dæmis að halda uppi gæðaeftirliti í þágu nemenda þannig að þekking skili sér í atvinnulífinu, segir Þorgerður. Skýrsluhöfundar benda jafnframt á að aðsókn í háskólamenntun aukist sífellt og bregðast verði við því með nýjum fjármögnunarleiðum. Þeir segja að það sé ljóst að ríkisvaldið getur ekki annað þessu og við þurfum að hafa fjármögnunina fjölbreyttari. Þá erum við ekki bara að tala um skólagjöld heldur líka aðkomu annarra aðila í kostnaði og þátt atvinnulífsins, segir Þorgerður. Í skýrslunni kemur fram að jafnrétti til náms á Íslandi er einstakt, bæði jafnrétti kynjanna og félagslegt jafnrétti. Í því samhengi fær Lánasjóður íslenskra námsmanna lofsamlega umsögn. Einnig segir í skýrslunni að Ísland sé framarlega í alþjóðavæðingu, enda geti námsmenn fengið lán fyrir námi í erlendum háskólum og virkt alþjóðlegt rannsóknarsamstarf styðji við háskólamenntun á Íslandi. Skýrla OECD, sem út kom í gær, er hluti af úttekt sem nær til 24 landa en þrettán lönd voru tekin sérstaklega fyrir, þar á meðal Ísland. Sérfræðingar OECD heimsóttu allar stofnanir á háskólastigi á landinu síðastliðið haust og ræddu við hagsmunaaðila, þar á meðal fulltrúa atvinnulífsins.
Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira