Um 600 tilkynningar á ári um brot gegn börnum 23. ágúst 2006 08:00 Tilkynningum til Neyðarlínunnar um brot gegn börnum fer stöðugt fjölgandi. Ekki eru nema tvö og hálft ár síðan farið var af stað með þessa þjónustu í 112. Neyðarlínan 112 tekur á móti 50-60 símtölum að meðaltali á mánuði þar sem tilkynnt er um brot gegn börnum, að sögn Kristjáns Hoffmann, gæðastjóra 112. Það gera um 600 tilkynningar um slík brot á ári. Í langflestum tilvikum er um vanrækslu á börnum að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldi gegn þeim. Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur fyrir Fréttablaðið um fjölda mála, sem komu til barnaverndarnefnda frá Neyðarlínunni 112, fyrir fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 og 2006. Af þeim má ráða að umtalsverð aukning hafi orðið á milli ára. Þannig voru tilkynningar frá Neyðarlínunni samtals 71 á fyrstu fjórum mánuðunum 2005 og 159 talsins á sama tímabili í ár. Af síðarnefndu tölunni urðu 119 barnaverndarmál. Langflest símtalanna bárust úr Reykjavík, en einnig allnokkur annars staðar af höfuðborgarsvæðinu svo og frá einstökum stöðum á landsbyggðinni. Kristján kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margar tilkynningar hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004 þegar þessi þjónusta hófst, þar sem þróa hafi þurft sérstakt bókunarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að fjöldi innhringinga af þessum toga hafi farið vaxandi frá því að 112 fór af stað með þjónustuna. Hvað varðar lægri tölu frá Barnaverndarstofu heldur en við áætlum getur sá mismunur átt sér skýringar, segir hann. Það geta borist til dæmis borist tvær hringingar vegna sama atburðar með klukkustundar millibili. Við erum búnir að afgreiða málið til barnaverndarnefndar eftir fyrri tilkynninguna. Þegar síðari tilkynningin berst hækkar hún ef til vill forgang málsins þannig að við sendum lögreglu á staðinn og látum barnaverndarnefnd vita. Þarna eru komnar tvær innhringingar til okkar sem verða að einu máli hjá barnaverndarnefnd. Kristján segir berast til 112 tilkynningar sem hann telji að myndu ekki skila sér ef þessi neyðarþjónusta væri ekki til staðar. Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla til lögreglu. 112 er þá orðinn valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli. Spurður segir Kristján að starfsmenn Neyðarlínu kalli til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af hverjum tíu þar sem brot gegn börnum eru tilkynnt. Innlent Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Neyðarlínan 112 tekur á móti 50-60 símtölum að meðaltali á mánuði þar sem tilkynnt er um brot gegn börnum, að sögn Kristjáns Hoffmann, gæðastjóra 112. Það gera um 600 tilkynningar um slík brot á ári. Í langflestum tilvikum er um vanrækslu á börnum að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldi gegn þeim. Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur fyrir Fréttablaðið um fjölda mála, sem komu til barnaverndarnefnda frá Neyðarlínunni 112, fyrir fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 og 2006. Af þeim má ráða að umtalsverð aukning hafi orðið á milli ára. Þannig voru tilkynningar frá Neyðarlínunni samtals 71 á fyrstu fjórum mánuðunum 2005 og 159 talsins á sama tímabili í ár. Af síðarnefndu tölunni urðu 119 barnaverndarmál. Langflest símtalanna bárust úr Reykjavík, en einnig allnokkur annars staðar af höfuðborgarsvæðinu svo og frá einstökum stöðum á landsbyggðinni. Kristján kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margar tilkynningar hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004 þegar þessi þjónusta hófst, þar sem þróa hafi þurft sérstakt bókunarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að fjöldi innhringinga af þessum toga hafi farið vaxandi frá því að 112 fór af stað með þjónustuna. Hvað varðar lægri tölu frá Barnaverndarstofu heldur en við áætlum getur sá mismunur átt sér skýringar, segir hann. Það geta borist til dæmis borist tvær hringingar vegna sama atburðar með klukkustundar millibili. Við erum búnir að afgreiða málið til barnaverndarnefndar eftir fyrri tilkynninguna. Þegar síðari tilkynningin berst hækkar hún ef til vill forgang málsins þannig að við sendum lögreglu á staðinn og látum barnaverndarnefnd vita. Þarna eru komnar tvær innhringingar til okkar sem verða að einu máli hjá barnaverndarnefnd. Kristján segir berast til 112 tilkynningar sem hann telji að myndu ekki skila sér ef þessi neyðarþjónusta væri ekki til staðar. Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla til lögreglu. 112 er þá orðinn valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli. Spurður segir Kristján að starfsmenn Neyðarlínu kalli til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af hverjum tíu þar sem brot gegn börnum eru tilkynnt.
Innlent Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira