Hvalreki Rúmlega tveggja metra langan tannhval af höfrungaætt rak á land við Hólmavík í sumar.
Um er að ræða kýr sem hugsanlega hefur drepist þegar hún var í miðjum burði. Sporður kálfsins er sýnilegur þar sem hann stendur út úr skepnunni.
Hræið fannst í fjörunni á vinsælli gönguleið. Hvalurinn er farhvalur sem venur komur sínar hingað til lands á vorin, en miklar hvalavöður hafa verið í Steingrímsfirði í sumar.