Nemendum við Grunnskóla Bolungarvíkur fækkar á milli ára, úr 151 í 134 í haust.
Soffía Vagnsdóttir skólastjóri segir aðeins fjögur sex ára börn koma í skólann í haust og því verði nemendum í fyrsta og öðrum bekk kennt saman. Nemendum fjórða og fimmta bekkjar verður einnig kennt saman og fækkar bekkjardeildum við skólann úr ellefu í átta.
Soffía segir að enn verði bið á að uppskera ástarvikunnar skili sér inn í skólakerfið en aðeins eitt barn fæddist í kjölfar tveggja síðustu ástarvikna.
Flestir voru nemendur Grunnskóla Bolungarvíkur um 250 fyrir 26 árum.