Átak gegn riðuveiki kostar 667 milljónir 24. ágúst 2006 07:00 Kostnaður ríkissjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tímabilinu 1998-2004. Þar af nam kostnaður vegna riðuveiki 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður ríkissjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garnaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðuveiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörðum. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veikinni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvaldur þar sem allt að 40 prósent fullorðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upplýsingar hafa aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við garnaveikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdómum kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þessum búfjársjúkdómum hefur skilað góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúkdómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólusett var við garnaveiki á 29 sóttvarnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar. Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs vegna átaks gegn riðu- og garnaveiki í sauðfé nam alls 757,7 milljónum króna á núvirði á tímabilinu 1998-2004. Þar af nam kostnaður vegna riðuveiki 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar á vegum landbúnaðarráðuneytisins um kostnað við riðu- og garnaveiki. Á tímabilinu var kostnaður ríkissjóðs á ári að meðaltali 95,3 milljónir króna vegna riðunnar og 13 milljónir króna vegna garnaveikinnar. Heildarkostnaður við sérhvert riðutilvik á tímabilinu nam að meðaltali 26,7 milljónum króna. Á árunum 1986-2004 var fé fargað á 872 bújörðum vegna riðuveiki. Förgunin átti sér stað á 257 riðuhjörðum og 615 áhættuhjörðum. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á ofangreindu tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki. Aðgerðir stjórnvalda gegn garnaveiki í sauðfé hófust af krafti á árinu 1966 eftir að tekist hafði að þróa bóluefni gegn veikinni á Keldum. Fyrir þann tíma var garnaveikin mikill skaðvaldur þar sem allt að 40 prósent fullorðinna kinda drápust úr veikinni árlega. Samanborið við þær upplýsingar hafa aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við garnaveikina skilað gríðarlegum árangri, en á tímabilinu 1998-2004 var fargað 183 kindum á 71 bújörð. Heildarkostnaður á hverja bújörð þar sem garnaveiki var greind á tímabilinu nam að meðaltali 1,3 milljónir króna. Kostnaður bænda við niðurskurð vegna riðu og garnaveiki í sauðfé á tímabilinu 1998-2004 var alls um 115 milljónir króna á núvirði, eða að jafnaði um 16,5 milljónir króna á ári. Kostnaður afurðastöðva vegna þessara tveggja búfjársjúkdóma er talinn vera um hálf milljón króna á ári á núvirði. Að stærstum hluta er um að ræða áætlaðan kostnað afurðastöðvanna af sendingu vegna sýnatöku til rannsóknadeildar dýrasjúkdóma. Fjöldi sýnanna er á bilinu 7.000-8.000 á ári. Í skýrslu sem unnin var á vegum landbúnaðarráðuneytisins um varnir gegn búfjársjúkdómum kemur meðal annars fram að árangur af baráttunni gegn þessum búfjársjúkdómum hefur skilað góðum árangri. Riða var á 26 af 36 sóttvarnarsvæðum þegar sjúkdómurinn var í hámarki, en er nú á 12 svæðum. Hún hefur ekki greinst lengi á nýju svæði. Bólusett var við garnaveiki á 29 sóttvarnarsvæðum en því hefur nú verið hætt á ellefu þeirra þar sem talið er að veikin sé ekki lengur til staðar.
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira