Vort líf, vort líf! Ísólfur Gylfi Pálmason skrifar 24. ágúst 2006 13:20 Framsóknarmenn héldu glæsilegt flokksþing sitt um helgina. Mikil umfjöllum hefur verið um flokkinn og miðað við umræðuna vildu margir hann feigan. Flokkurinn er elsti flokkur landsins og stendur traustum rótum, það kom glögglega fram á þessu flokksþingi. Á því 90 ára tímabili sem Framsóknarflokkurinn hefur starfað hafa á annan tug stjórnmálaflokka lagt upp laupana eða verið slegið saman við aðra flokka. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skipt um nafn eða kennitölu og reyndar aldrei staðið til. Flokkurinn hefur haft gríðarleg áhrif á framþróun í landinu ekki bara frá árinu 1995, en á því tímabili hefur hann verið í farsælu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, heldur allt frá árinu 1916 en á því tímabili hefur flokkurinn verið í stjórnarsamstarfi samtals í 60 ár. Á flokksþinginu var ný forysta valin. Hinn framfarasinnaði Jón Sigurðsson hefur nú tekið við formennsku í flokknum og tekur við stjórninni af leiðtoga okkar, Halldóri Ásgrímssyni, en hann hefur verið með allra traustustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Jón er m.a. höfundur að háskólauppbyggingunni á Bifröst. Uppbyggingin á Bifröst er lýsandi dæmi um framsýni Jóns. Á sama hátt trúi ég því að hann eigi eftir að treysta innviði Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson er varaformaður og á mikinn stuðning innan flokksins enda þrautreyndur stjórnmálamaður. Sæunn Stefánsdóttir er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Enginn vafi er á þetta þríeyki á eftir að vinna vel saman og efla flokkinn, það er og ósk flokksmanna. Það þykir mörgum í meira lagi spaugilegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar þegar hún fjallar um nýja forystu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar gefur sér það strax að hér sé ekki um neina breytingu að ræða. Enginn spyr hana um hver hafi verið breyting á Samfylkingunni frá því að hún velti Össuri Skarphéðinssyni, sem virtist verða að takast að líma þessa fjölskrúðugu fylkingu og afar ólíkra afla saman. Altént er lítið minnst á turninn sem hún sá í augsýn og átti að verða mótvægi við þann turn sem stundum er talað um þegar fjallað er um stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar. Í augnablikinu virðist samlíkingin um turn Samfylkingarinnar lágreistari en efni stóðu til í upphafi. Formaður vinstri grænna finnur það nýjum formanni Framsóknarflokksins það helst til foráttu að hann komi úr öðru umhverfi en menn eiga að venjast í pólitík. Það kemur reyndar engum á óvart að fulltrúar vinstri grænna finni eitthvað til þess að vera á móti og gera athugasemdir við. Sumir hafa einnig talað um að nýi formaðurinn hafi fengið þessa vegsemd á silfurfati. Þetta er auðvitað fráleit samlíking því hann er hvattur og kallaður til starfa af flokksmönnum og stendur í rauninni upp úr gullstól í Seðlabankanum sem oft hefur verið virðingarembætti fyrrverandi forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar. Ekki er úr vegi að rifja upp að núverandi formaður vinstri grænna sóttist eftir formannsembætti þegar síðast var kosið í það embætti hjá Alþýðubandalaginu sáluga. Hann varð undir og þegar Samfylkingin var stofnuð kaus hann að stofna sinn eigin flokk. Samt kom formannsefnið þá úr "réttu" umhverfi. Nú er rætt um kosningabandalag Samfylkingar og vinstri grænna. Þess vegna má líkja samhljómi þessara tveggja foringja stjórnarandstöðunnar við orðtak Steins Steinarr til minningar um misheppnaðan tónsnilling. " Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk." Við framsóknarmenn erum hins vegar tilbúnir að stilla saman strengi okkar undir öruggri forystu Jóns Sigurssonar og höldum áfram að gefa þann eina sanna tón sem verður íslenskri þjóð til sóknar og sóma. Framundan er ný framsókn elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarmenn héldu glæsilegt flokksþing sitt um helgina. Mikil umfjöllum hefur verið um flokkinn og miðað við umræðuna vildu margir hann feigan. Flokkurinn er elsti flokkur landsins og stendur traustum rótum, það kom glögglega fram á þessu flokksþingi. Á því 90 ára tímabili sem Framsóknarflokkurinn hefur starfað hafa á annan tug stjórnmálaflokka lagt upp laupana eða verið slegið saman við aðra flokka. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skipt um nafn eða kennitölu og reyndar aldrei staðið til. Flokkurinn hefur haft gríðarleg áhrif á framþróun í landinu ekki bara frá árinu 1995, en á því tímabili hefur hann verið í farsælu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, heldur allt frá árinu 1916 en á því tímabili hefur flokkurinn verið í stjórnarsamstarfi samtals í 60 ár. Á flokksþinginu var ný forysta valin. Hinn framfarasinnaði Jón Sigurðsson hefur nú tekið við formennsku í flokknum og tekur við stjórninni af leiðtoga okkar, Halldóri Ásgrímssyni, en hann hefur verið með allra traustustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar. Jón er m.a. höfundur að háskólauppbyggingunni á Bifröst. Uppbyggingin á Bifröst er lýsandi dæmi um framsýni Jóns. Á sama hátt trúi ég því að hann eigi eftir að treysta innviði Framsóknarflokksins. Guðni Ágústsson er varaformaður og á mikinn stuðning innan flokksins enda þrautreyndur stjórnmálamaður. Sæunn Stefánsdóttir er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Enginn vafi er á þetta þríeyki á eftir að vinna vel saman og efla flokkinn, það er og ósk flokksmanna. Það þykir mörgum í meira lagi spaugilegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar þegar hún fjallar um nýja forystu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar gefur sér það strax að hér sé ekki um neina breytingu að ræða. Enginn spyr hana um hver hafi verið breyting á Samfylkingunni frá því að hún velti Össuri Skarphéðinssyni, sem virtist verða að takast að líma þessa fjölskrúðugu fylkingu og afar ólíkra afla saman. Altént er lítið minnst á turninn sem hún sá í augsýn og átti að verða mótvægi við þann turn sem stundum er talað um þegar fjallað er um stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar. Í augnablikinu virðist samlíkingin um turn Samfylkingarinnar lágreistari en efni stóðu til í upphafi. Formaður vinstri grænna finnur það nýjum formanni Framsóknarflokksins það helst til foráttu að hann komi úr öðru umhverfi en menn eiga að venjast í pólitík. Það kemur reyndar engum á óvart að fulltrúar vinstri grænna finni eitthvað til þess að vera á móti og gera athugasemdir við. Sumir hafa einnig talað um að nýi formaðurinn hafi fengið þessa vegsemd á silfurfati. Þetta er auðvitað fráleit samlíking því hann er hvattur og kallaður til starfa af flokksmönnum og stendur í rauninni upp úr gullstól í Seðlabankanum sem oft hefur verið virðingarembætti fyrrverandi forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar. Ekki er úr vegi að rifja upp að núverandi formaður vinstri grænna sóttist eftir formannsembætti þegar síðast var kosið í það embætti hjá Alþýðubandalaginu sáluga. Hann varð undir og þegar Samfylkingin var stofnuð kaus hann að stofna sinn eigin flokk. Samt kom formannsefnið þá úr "réttu" umhverfi. Nú er rætt um kosningabandalag Samfylkingar og vinstri grænna. Þess vegna má líkja samhljómi þessara tveggja foringja stjórnarandstöðunnar við orðtak Steins Steinarr til minningar um misheppnaðan tónsnilling. " Vort líf, vort líf, Jón Pálsson, er líkt og nóta fölsk." Við framsóknarmenn erum hins vegar tilbúnir að stilla saman strengi okkar undir öruggri forystu Jóns Sigurssonar og höldum áfram að gefa þann eina sanna tón sem verður íslenskri þjóð til sóknar og sóma. Framundan er ný framsókn elsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun