113 milljarða afgangur á rekstri ríkissjóðs 25. ágúst 2006 07:00 Árni Mathiesen Hann segir ekki dæmi um jafn góða niðurstöðu úr ríkissjóði og á síðasta ári. Tekjur umfram gjöld námu 113 milljörðum króna. Ríkissjóður var rekinn með næstum 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Er það 111 milljarða króna betri afkoma en árið á undan þegar afgangurinn nam tveimur milljörðum. Niðurstöðutölur ríkisreiknings ársins 2005 leiða þetta í ljós. Helmingur þessa mikla afgangs í ríkisrekstrinum stafar af 56 milljarða króna hagnaði af sölu Landssímans en hinn helmingurinn skýrist af uppsveiflu í efnahagslífinu. Árni Mathíesen fjármálaráðherra segir ekki dæmi um eins góða niðurstöðu úr ríkissjóði, jafnvel þó Landssímapeningarnir séu teknir frá. Það skýrist af miklum tekjum í þjóðfélaginu sem skila sér í ríkissjóð í formi skatta og ýmissa gjalda, segir Árni. Tekjur síðasta árs voru tæpum þrettán milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir og útgjöld ríkissjóðs voru að sama skapi níu milljörðum króna lægri en áætlað var í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld á síðasta ári námu 308 milljörðum og voru átta milljörðum króna meiri en árið 2004. Árni segir gjöldin milli ára svo gott sem standa í stað. Tekjurnar aukast umtalsvert og hlutfall gjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu lækkar annað árið í röð. Þegar búið er að taka tillit til áhrifa Landssímasölunnar eru útgjöldin 30,3 prósent af landsframleiðslu en tekjurnar 36 prósent. Á síðasta ári var 50 milljörðum króna varið til að greiða niður erlend lán og handbært fé ríkissjóðs jókst um 27 milljarða. Staðan hefur styrkst mjög mikið og langmest af þessum afgangi hefur verið notað til að lækka skuldir og bæta stöðu Seðlabankans, segir Árni. Í árslok 2005 var staða lána ríkisins um 196 milljarðar króna samanborið við 253 milljarða árið áður. Þar af voru erlend lán 85 milljarðar samanborið við 141 milljarð árið áður. Hrein skuldastaða ríkissjóðs; skuldir að frádregnum veittum lánum, var í árslok 60 milljarðar í stað 156 milljarðar í byrjun ársins. Gengissveiflur höfðu vissulega einhver áhrif á stöðu erlendra lána á síðasta ári en þó ekki veruleg, segir Árni Mathiesen sem vill engu spá um afkomu ríkissjóðs á þessu ári en telur horfur þó góðar. Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Ríkissjóður var rekinn með næstum 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Er það 111 milljarða króna betri afkoma en árið á undan þegar afgangurinn nam tveimur milljörðum. Niðurstöðutölur ríkisreiknings ársins 2005 leiða þetta í ljós. Helmingur þessa mikla afgangs í ríkisrekstrinum stafar af 56 milljarða króna hagnaði af sölu Landssímans en hinn helmingurinn skýrist af uppsveiflu í efnahagslífinu. Árni Mathíesen fjármálaráðherra segir ekki dæmi um eins góða niðurstöðu úr ríkissjóði, jafnvel þó Landssímapeningarnir séu teknir frá. Það skýrist af miklum tekjum í þjóðfélaginu sem skila sér í ríkissjóð í formi skatta og ýmissa gjalda, segir Árni. Tekjur síðasta árs voru tæpum þrettán milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir og útgjöld ríkissjóðs voru að sama skapi níu milljörðum króna lægri en áætlað var í fjárlagafrumvarpinu. Ríkisútgjöld á síðasta ári námu 308 milljörðum og voru átta milljörðum króna meiri en árið 2004. Árni segir gjöldin milli ára svo gott sem standa í stað. Tekjurnar aukast umtalsvert og hlutfall gjalda ríkisins af þjóðarframleiðslu lækkar annað árið í röð. Þegar búið er að taka tillit til áhrifa Landssímasölunnar eru útgjöldin 30,3 prósent af landsframleiðslu en tekjurnar 36 prósent. Á síðasta ári var 50 milljörðum króna varið til að greiða niður erlend lán og handbært fé ríkissjóðs jókst um 27 milljarða. Staðan hefur styrkst mjög mikið og langmest af þessum afgangi hefur verið notað til að lækka skuldir og bæta stöðu Seðlabankans, segir Árni. Í árslok 2005 var staða lána ríkisins um 196 milljarðar króna samanborið við 253 milljarða árið áður. Þar af voru erlend lán 85 milljarðar samanborið við 141 milljarð árið áður. Hrein skuldastaða ríkissjóðs; skuldir að frádregnum veittum lánum, var í árslok 60 milljarðar í stað 156 milljarðar í byrjun ársins. Gengissveiflur höfðu vissulega einhver áhrif á stöðu erlendra lána á síðasta ári en þó ekki veruleg, segir Árni Mathiesen sem vill engu spá um afkomu ríkissjóðs á þessu ári en telur horfur þó góðar.
Innlent Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira