Þrennt í varðhaldi fyrir kókaínsmygl 25. ágúst 2006 07:30 Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir mönnunum sem reyndu að smygla 25 kílóum af fíkniefnum inn í bensíntanki bifreiðar. Myndin var tekin þegar einn þeirra var leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Tveir karlmenn og ein kona sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekin með um hálft kíló af örvandi efnum við komuna á Keflavíkurflugvöll á mánudag. Fólkið var að koma frá Amsterdam og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er talið að efnið sem þau höfðu í fórum sínum sé kókaín. Það hefur þó ekki fengist staðfest og lögregla verst allra fregna af málinu þar sem rannsókn þess er á frumstigi. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einum karli sem reyndu að smygla til landsins tæplega tveimur kílóum af kókaíni 9. ágúst. Karlmaðurinn og önnur konan, sem grunuð er um að hafa átt þátt í að skipuleggja smyglið, voru úrskurðuð í sex vikna varðhald til viðbótar. Hin konan, sem kókaínið fannst hjá, var úrskurðuð í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur. Tveir karlmenn til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn þessarra fimmmenninga er undir tvítugu en hin fjögur eru rúmlega tvítug. Alls sitja nú 22 í gæsluvarðhaldi hér á landi. Sautján þeirra eru í svokallaðri lausagæslu, en fimm manns eru í einangrun. Það eru þremenningarnir sem teknir voru í vikunni með fíkniefnin og tveir Litháar sem reyndu að smygla um 12,5 kílóum af amfetamíni með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur út í dag. Einnig rennur út í dag gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem smygluðu 25 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í bensíntanki notaðrar BMW-bifreiðar. Þrír þeirra voru handteknir að kvöldi skírdags þar sem þeir voru að bauka við að losa 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af hassi úr tankinum. Sá fjórði var handtekinn síðar. Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun segir að þeir sem eru í lausagæslu séu vistaðir í almennum fangaplássum. Einangrunarplássin í fangelsum landsins séu 11 talsins. Fangelsin eru smekkfull, en á síðustu dögum hefur ekki þurft að hafna kröfu um gæsluvarðhald vegna plássleysis, segir Erlendur. Það er alltaf hreyfing, því menn eru að losna, fara á meðferðarstofnanir, á áfangaheimili og þess háttar. En mönnum hefur ekki verið sleppt út til að búa til pláss. Ef fangelsin eru full, þá eru þau full. Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekin með um hálft kíló af örvandi efnum við komuna á Keflavíkurflugvöll á mánudag. Fólkið var að koma frá Amsterdam og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er talið að efnið sem þau höfðu í fórum sínum sé kókaín. Það hefur þó ekki fengist staðfest og lögregla verst allra fregna af málinu þar sem rannsókn þess er á frumstigi. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einum karli sem reyndu að smygla til landsins tæplega tveimur kílóum af kókaíni 9. ágúst. Karlmaðurinn og önnur konan, sem grunuð er um að hafa átt þátt í að skipuleggja smyglið, voru úrskurðuð í sex vikna varðhald til viðbótar. Hin konan, sem kókaínið fannst hjá, var úrskurðuð í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur. Tveir karlmenn til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn þessarra fimmmenninga er undir tvítugu en hin fjögur eru rúmlega tvítug. Alls sitja nú 22 í gæsluvarðhaldi hér á landi. Sautján þeirra eru í svokallaðri lausagæslu, en fimm manns eru í einangrun. Það eru þremenningarnir sem teknir voru í vikunni með fíkniefnin og tveir Litháar sem reyndu að smygla um 12,5 kílóum af amfetamíni með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur út í dag. Einnig rennur út í dag gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem smygluðu 25 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í bensíntanki notaðrar BMW-bifreiðar. Þrír þeirra voru handteknir að kvöldi skírdags þar sem þeir voru að bauka við að losa 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af hassi úr tankinum. Sá fjórði var handtekinn síðar. Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun segir að þeir sem eru í lausagæslu séu vistaðir í almennum fangaplássum. Einangrunarplássin í fangelsum landsins séu 11 talsins. Fangelsin eru smekkfull, en á síðustu dögum hefur ekki þurft að hafna kröfu um gæsluvarðhald vegna plássleysis, segir Erlendur. Það er alltaf hreyfing, því menn eru að losna, fara á meðferðarstofnanir, á áfangaheimili og þess háttar. En mönnum hefur ekki verið sleppt út til að búa til pláss. Ef fangelsin eru full, þá eru þau full.
Innlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira