Samgöngumál Rúmlega 220 umferðaróhöpp sem tilkynnt eru til lögreglu hafa orðið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar frá upphafi ársins 2002, þar af tvö alvarleg slys en ekkert banaslys.
Samkvæmt Gunnari Geir Gunnarssyni, verkefnastjóra slysaskráningar hjá Umferðarstofu, fer slysunum jafnt og þétt fækkandi á gatnamótunum. Þannig hefur slysunum fækkað frá því að beygjuljós voru sett upp þar, og eftir framkvæmdirnar þarsíðasta sumar. Þessa fækkun segir Gunnar þó í samræmi við þróun áranna á undan.