Innlent

Eiður Smári alltaf á Sýn

Eiður Smári Baráttunni um sýningarréttinn á spænska boltanum er lokið og hefur Sýn tryggt sér sýningarrétt á leikjum Barcelona næstu þrjú tímabil.
Eiður Smári Baráttunni um sýningarréttinn á spænska boltanum er lokið og hefur Sýn tryggt sér sýningarrétt á leikjum Barcelona næstu þrjú tímabil. MYND/Nordicphotos/Getty Images

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Stöðin mun einnig sýna beint frá leikjum í spænsku bikarkeppninni.

Allir leikir Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona verða sýndir á Sýn, auk Meistaradeildarinnar, sem þýðir að allir leikir Eiðs Smára Guðjohnsen á næstu leiktíð verða sýndir á stöðinni nema heimaleikir íslenska landsliðsins, en þá má sjá í Ríkissjónvarpinu.

Fyrstu leikir spænsku deildarinnar eru sýndir í dag, en Eiður Smári leikur kannski sinn fyrsta deildarleik á mánudag, þegar Barcelona heimsækir Celta Vigo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×