Flugöryggisstofnun Evrópu, EuroControl, mun annast úttekt á starfsumhverfi íslenskra flugumferðarstjóra.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ákvað að úttektin færi fram, eftir deilur flugumferðarstjóra og flugmálastjórnar.
Sturla sagði í samtali við Fréttablaðið að fulltrúar EuroControl kæmu til fundar við starfsmenn ráðuneytisins eftir helgi og yrðu línur um verkefnið lagðar. Ómögulegt væri að segja til um hvenær niðurstöðu væri að vænta. Sturla kvaðst ánægður með að fá EuroControl til verksins, enda stofnunin algjörlega óháð.
EuroControl annast úttekt
