Erlent

Euan Blair á sjúkrahúsi

Euan Blair
Euan Blair

Euan Blair, elsti sonur Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, var lagður inn á sjúkrahús vegna kvilla í maga í gær. Euan var í sumarfríi þegar hann veiktist, staddur á eynni Barbados í Karíbahafi ásamt fjölskyldu sinni.

Euan Blair hefur lagt stund á fornaldarsögu og ætlar að hefja nám við Yale-háskólann í haust. Hann komst í kastljósið árið 2000 þegar hann var sextán vetra gamall, en þá hirti lögreglan hann upp dauðadrukkinn í miðborg Lundúnaborgar. Euan Blair er eitt fjögurra barna forsætisráðherrans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×