Íslendingar of ríkir fyrir styrki 28. ágúst 2006 06:30 Árdís Sigurðardóttir Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. "Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð," segir Árdís Sigurðardóttir, blaðafulltrúi breska sendiráðsins. "Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráðinu erum að reyna allt til að finna nýjar leiðir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskólanám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli landanna," segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslendingum frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vefsíðu Chevening styrkjanna segir að hætt sé að veita þá í flestum löndum Vestur Evrópu. "Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulöndum og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusambandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld," segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun Foreign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða. Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Allt lítur út fyrir að Chevening námsstyrkir, sem breska sendiráðið hefur umsjón með og veitir árlega fyrir hönd breska utanríkisráðuneytisins, muni ekki bjóðast Íslendingum frá og með næsta ári. "Við erum ekki búin að fá endanlega staðfestingu en það bendir allt til þess að við fáum ekki lengur styrki, því miður. Rökin eru þau að Íslendingar séu of efnuð þjóð," segir Árdís Sigurðardóttir, blaðafulltrúi breska sendiráðsins. "Alp Mehmet sendiherra og við í sendiráðinu erum að reyna allt til að finna nýjar leiðir til að halda styrkjunum, því það er mjög mikilvægt að Íslendingar haldi áfram að sækja háskólanám í Bretlandi og hafi tök á því að fá einhverja styrki til þess. Það sjá það allir að það er gott fyrir Ísland og Bretland að styrkja tengslin á milli landanna," segir Árdís. Chevening styrkir, sem hétu áður British Council skólastyrkir og seinna FCOSAS, hafa verið veittir Íslendingum frá stríðslokum, en íbúar um 160 landa geta sótt um styrkina. Á vefsíðu Chevening styrkjanna segir að hætt sé að veita þá í flestum löndum Vestur Evrópu. "Það er aðallega verið að hugsa um mikið af Afríkulöndum og Asíulöndum þar sem slíkir styrkir eru lífsspursmál. Núna fá engin lönd innan Evrópusambandsins styrkina lengur, enda borga þau lægri skólagjöld í Bretlandi. En við höfum fengið styrkina undanfarin ár, eins og til dæmis Noregur, því við erum utan ESB og erum þar af leiðandi að borga full skólagjöld," segir Árdís. Árdís segir að ákvörðun Foreign and Commonwealth Office í Bretlandi hafi ekki komið á óvart, en stofnunin hefur verið að draga úr námsstyrkjum til handa Íslendingum undanfarin ár. Um fimm til átta Íslendingar hafa fengið Chevening styrki árlega og í seinni tíð hefur ekki verið um fulla styrki að ræða.
Innlent Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira