Dramatík í Rock Star 29. ágúst 2006 00:01 Magni Segist ekki bera neinn kala til Dilönu eftir að hún blóðgaði hann í brjálæðiskasti. Magni stígur á svið í kvöld og syngur Live - slagarann I Alone og verður annar í röðinni. Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool - klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgismanna sinna að leggja sitt á vogarskálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna uppá topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæðagreiðslu - þátt þegar Dilana mölvar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos, lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum, heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýnist mjög reiður og skelli baðherbergishurðinni á sjónvarpsvélarnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana, segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvort við annað, segir Magni. Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér, viðurkennir söngvarinn sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir keppendurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. Mér hefur líka gengið ágætlega með Live - lögin, segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphins Cry með sömu hljómsveit var sem kunnugt er valið uppklappslag fyrir ekki margt löngu. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn, bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marínó en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. Það er Eyrún sem er að gera eitthvað af viti, ég sit bara á sundlaugarbakkanum, segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi. Rock Star Supernova Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Magni Ásgeirsson er í úlfakreppu. Í síðustu tveimur þáttum hefur hann verið meðal þriggja neðstu í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova og hafa aðdáendur hans sent út fjöldapósta og hvatt almenning til að sýna honum stuðning sinn í verki og greiða söngvaranum atkvæði. Meira að segja Liverpool - klúbburinn á Íslandi hefur beint því til fylgismanna sinna að leggja sitt á vogarskálarnar enda Magni dyggur stuðningsmaður enska liðsins. Ganga Magna uppá topp hefur ekki verið sársaukalaus og margir supu hveljur yfir atviki sem átti sér stað eftir síðasta atkvæðagreiðslu - þátt þegar Dilana mölvar glas með þeim afleiðingum að glerbrot skýst í haus Magna og úr verður blóðugt sár. Ég hef meitt mig meira á því að opna kókdos, lýsir Magni yfir þegar hann er inntur eftir þessu slysi en mikið hefur verið gert úr því á netinu. Ég veit það manna best að það kemur mikið blóð þegar það kemur sár á höfuðið enda raka ég mig sjálfur á hausnum, heldur Magni áfram og vill sem minnst úr þessu gera. Það sem sést ekki í sjónvarpinu er að þegar ég sýnist mjög reiður og skelli baðherbergishurðinni á sjónvarpsvélarnar sitja Dilana og Storm inni með mér og við Storm tökum okkur góðan tíma í að hugga hana, segir Magni og tekur skýrt fram að ekki sjái á honum eftir þetta atvik. Við sex erum mjög góðir vinir og styðjum hvort við annað, segir Magni. Ég hef sjálfur brotnað niður og verið óstarfhæfur í sex tíma en þá komu hinir til að standa þétt við bakið á mér, viðurkennir söngvarinn sem ber engan kala til Dilönu eftir þetta atvik enda veit hann sem er að dramatíkin selur í sjónvarpi. Magni tekur í kvöld rokkslagarann I Alone með hljómsveitinni Live en að þessu sinni voru það áhorfendurnir sem völdu lögin fyrir keppendurna. Magni sagðist vera ánægður með sitt hlutskipti enda hefði þetta getað verið mun verra. Mér hefur líka gengið ágætlega með Live - lögin, segir söngvarinn en flutningur Magna á Dolphins Cry með sömu hljómsveit var sem kunnugt er valið uppklappslag fyrir ekki margt löngu. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er bara nokkuð bjartsýnn, bætir hann við. Magni segist að sjálfsögðu sakna heimalandsins og þá ekki síst Eyrúnar, konunnar sinnar og sonar síns Marínó en ekki gefist tími til að velta sér upp úr slíku. Það er Eyrún sem er að gera eitthvað af viti, ég sit bara á sundlaugarbakkanum, segir Magni og hlær en vill að endingu skila góðri kveðju til allra heima á Íslandi.
Rock Star Supernova Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira