Forverinn segir Magna helmingi betri 1. september 2006 00:01 Björgvin Jóhann Hreiðarsson "Það er dálítið hallærislegt að fara úr hljómsveit til að vera með fjölskyldunni og velja sér svo starf sem kokkur því þá er ég að vinna þegar aðrir eru í fríi. Þegar ég er búinn að læra hef ég vonandi meiri tíma til að sinna því sem mér er kærast," segir Björgvin sem er kokkanemi á Hótel Geysi. MYND/Anna Rún Kristjánsdóttir Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova. „Ég var með í Á móti sól frá byrjun. Mig minnir að sveitin hafi verið stofnuð í kringum 1996-7 en ég hætti í september árið 1999. Ég átti orðið tvö börn og taldi tíma mínum betur helgað í að sinna fjölskyldunni,“ segir Björgvin Jóhann. „Magni var fljótur að læra þegar hann kom inn enda er hann snilldar listamaður.“ Söngvararnir þekkjast lítið en Björgvin er afar gagnrýnin á Magna. „Þar sem hann er arftaki minn er ég mjög krítískur á hann og segi mínar skoðanir hispurslaust, Vinir mínir hafa sagt að ég sé langt um betri söngvari en Magni. Ég held hins vegar að fólk sé að reyna að hlífa mér því hann er helmingi betri en ég var. Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana.“Söngvarinn fyrrverandi fylgist grannt með gömlu félögunum. „Ég er mjög ánægður með það sem þeir hafa verið að gera og mér finnst sveitin stefna í góða átt. Mér finnst að vísu að Heimir hljómborðsleikari mætti koma sínum lögum betur að því hann er brilljant lagasmiður og textahöfundur þó að hann eigi það til að vera út úr kú,“ segir Björgvin og bætir við. „Ég hef aldrei verið hrifinn af því þegar íslenskar sveitir eru að covera gömul íslensk lög. Í þeirra tilviki gerðu þeir það hins vegar mjög vel og það er kannski ekki síst söngnum hans Magna að þakka.“ Björgvin hefur fylgst með arftaka sínum í Á móti sól í sjónvarpsþættinum Rockstar: Supernova. „Ég er að vísu í þannig vinnu að það er erfitt að vera yfir sjónvarpinu. En ég hef fylgst með allri umræðunni um hann og mér hefur þótt hann standa sig vel,“ segir Björgvin. „Ég skil ekki alveg hvað er að gerast þegar hann hefur lent í þremur neðstu sætunum. Þetta er eitthvað kanasyndrom í gangi sem gerir það að verkum. Magni er náttúrlega Evrópubúi og þættirnir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir Kanann.“ Rock Star Supernova Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira
Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova. „Ég var með í Á móti sól frá byrjun. Mig minnir að sveitin hafi verið stofnuð í kringum 1996-7 en ég hætti í september árið 1999. Ég átti orðið tvö börn og taldi tíma mínum betur helgað í að sinna fjölskyldunni,“ segir Björgvin Jóhann. „Magni var fljótur að læra þegar hann kom inn enda er hann snilldar listamaður.“ Söngvararnir þekkjast lítið en Björgvin er afar gagnrýnin á Magna. „Þar sem hann er arftaki minn er ég mjög krítískur á hann og segi mínar skoðanir hispurslaust, Vinir mínir hafa sagt að ég sé langt um betri söngvari en Magni. Ég held hins vegar að fólk sé að reyna að hlífa mér því hann er helmingi betri en ég var. Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana.“Söngvarinn fyrrverandi fylgist grannt með gömlu félögunum. „Ég er mjög ánægður með það sem þeir hafa verið að gera og mér finnst sveitin stefna í góða átt. Mér finnst að vísu að Heimir hljómborðsleikari mætti koma sínum lögum betur að því hann er brilljant lagasmiður og textahöfundur þó að hann eigi það til að vera út úr kú,“ segir Björgvin og bætir við. „Ég hef aldrei verið hrifinn af því þegar íslenskar sveitir eru að covera gömul íslensk lög. Í þeirra tilviki gerðu þeir það hins vegar mjög vel og það er kannski ekki síst söngnum hans Magna að þakka.“ Björgvin hefur fylgst með arftaka sínum í Á móti sól í sjónvarpsþættinum Rockstar: Supernova. „Ég er að vísu í þannig vinnu að það er erfitt að vera yfir sjónvarpinu. En ég hef fylgst með allri umræðunni um hann og mér hefur þótt hann standa sig vel,“ segir Björgvin. „Ég skil ekki alveg hvað er að gerast þegar hann hefur lent í þremur neðstu sætunum. Þetta er eitthvað kanasyndrom í gangi sem gerir það að verkum. Magni er náttúrlega Evrópubúi og þættirnir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir Kanann.“
Rock Star Supernova Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Fleiri fréttir Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá meira