Innlent

Vantar betri leiðbeiningar

vantar upplýsingar
"Þjóðskráin kynnir ekki nægilega vel hvaða kröfur eru gerðar til umsókna um kennitölur," segir Ragnar Árnason, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins.
vantar upplýsingar "Þjóðskráin kynnir ekki nægilega vel hvaða kröfur eru gerðar til umsókna um kennitölur," segir Ragnar Árnason, forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins.

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins, gagnrýnir Þjóðskrána fyrir lélega upplýsingagjöf í tengslum við umsóknir fyrirtækja um kennitölur til erlendra starfsmanna sem koma til starfa hér á landi.

Þjóðskráin kynnir ekki nægilega vel hvaða kröfur eru gerðar til umsókna um kennitölur, segir Ragnar og kveðst geta nefnt mýmörg dæmi. Það er til dæmis gerð sú krafa að umsókn sé stimpluð með stimpli fyrirtækisins án þess að upplýsingar um það komi fram á umsóknareyðublaðinu. Það er líka gerð krafa um að umsóknir séu ekki faxaðar en þó er það hvergi tilgreint og fyrirtæki senda mikið af umsóknum á faxi, segir hann.

Þjóðskráin birtir engar leiðbeiningar á vefnum sínum og gerir ekki tilraun til að upplýsa fólk um það hvernig það á að ganga frá umsóknunum, að sögn Ragnars. Ef umsóknir eru í ólagi þá getur Þjóðskráin bara kennt sjálfri sér um. Það er lítið mál fyrir hana að taka fram hvernig umsóknir eiga að vera en það kallar á gríðarlega vinnu hjá fyrirtækjunum eftir að umsóknin er komin í ólagsbunkann hjá Þjóðskránni því að það veltur allt á kennitölu hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×