Kærleiksþjónustan og kirkjan í dag 7. september 2006 06:00 Á morgun, föstudaginn 15. september, stendur Djáknafélag Íslands fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Kærleiksþjónustan og kirkjan í dag. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að stuðla að almennri umfjöllun um hlutverk, ímynd og framtíð kærleiksþjónustunnar en tilefnið er átaksár þjóðkirkjunnar um kærleiksþjónustu og hjálparstarf sem stendur nú yfir. Í boðun Jesú var kærleikurinn mestur. Hann kenndi að við ættum að elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Kærleiksþjónusta, díakonía, er umhyggja gagnvart náunganum, þjónusta við náungann sem hefur það að markmiði að mæta þörfum manneskjunnar í heild, til sálar, anda og líkama. Á ráðstefnunni verður hugtakið kærleiksþjónusta tekið til umfjöllunar. Fjallað verður meðal annars um hvað er kærleiksþjónusta, hvað felur hún í sér og um hvers konar kirkjulegt starf er verið að ræða. Kærleiksþjónustan í þjóðkirkjunni verður skoðuð sérstaklega en einnig verður fræðst um kærleiksþjónustu á víðari vettvangi. Djáknafélagið hefur fengið Heide Paakjaer Martinussen frá evrópsku kærleiksþjónustusamtökunum Eurodiaconia sem fyrirlesara á ráðstefnuna. Í fyrirlestri sínum mun hún tengja umræðuna um stöðu kærleiksþjónustu kirkjunnar í Evrópu í dag við frásagnir af kærleiksþjónustu af vettvangi aðildarfélaga samtaka hennar sem starfa í um 20 löndum. Mikilvægt er við uppbyggingu kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar að kynna sér kærleiksþjónustu annarra kirkna og hvernig bæði hinar ýmsu kirkjur og félög sjá hlutverk sitt og haga vinnu sinni. Ráðstefnan er því kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja láta sig kærleiksþjónustu kirkjunnar varða og hafa áhuga á málefnum hennar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á www.kirkjan.is/di. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á morgun, föstudaginn 15. september, stendur Djáknafélag Íslands fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni Kærleiksþjónustan og kirkjan í dag. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að stuðla að almennri umfjöllun um hlutverk, ímynd og framtíð kærleiksþjónustunnar en tilefnið er átaksár þjóðkirkjunnar um kærleiksþjónustu og hjálparstarf sem stendur nú yfir. Í boðun Jesú var kærleikurinn mestur. Hann kenndi að við ættum að elska náunga okkar eins og okkur sjálf. Kærleiksþjónusta, díakonía, er umhyggja gagnvart náunganum, þjónusta við náungann sem hefur það að markmiði að mæta þörfum manneskjunnar í heild, til sálar, anda og líkama. Á ráðstefnunni verður hugtakið kærleiksþjónusta tekið til umfjöllunar. Fjallað verður meðal annars um hvað er kærleiksþjónusta, hvað felur hún í sér og um hvers konar kirkjulegt starf er verið að ræða. Kærleiksþjónustan í þjóðkirkjunni verður skoðuð sérstaklega en einnig verður fræðst um kærleiksþjónustu á víðari vettvangi. Djáknafélagið hefur fengið Heide Paakjaer Martinussen frá evrópsku kærleiksþjónustusamtökunum Eurodiaconia sem fyrirlesara á ráðstefnuna. Í fyrirlestri sínum mun hún tengja umræðuna um stöðu kærleiksþjónustu kirkjunnar í Evrópu í dag við frásagnir af kærleiksþjónustu af vettvangi aðildarfélaga samtaka hennar sem starfa í um 20 löndum. Mikilvægt er við uppbyggingu kærleiksþjónustu þjóðkirkjunnar að kynna sér kærleiksþjónustu annarra kirkna og hvernig bæði hinar ýmsu kirkjur og félög sjá hlutverk sitt og haga vinnu sinni. Ráðstefnan er því kjörið tækifæri fyrir þau sem vilja láta sig kærleiksþjónustu kirkjunnar varða og hafa áhuga á málefnum hennar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á www.kirkjan.is/di.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar