Kveður svið stjórnmálanna sátt 18. september 2006 06:45 Margrét Frímannsdóttir ávarpar kjördæmisráðið. Margrét Frímannsdóttir tilkynnti um ákvörðun sína á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar á Þorlákshöfn. Hún segist kveðja svið stjórnmálanna sátt. Margrét Frímannsdóttir, þingkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Margrét segist hafa ákveðið af stíga af sviðinu að vel athuguðu máli. Ég hugsaði þessi mál vel og tók ákvörðun um að gefa ekki kost á mér þar sem ég taldi skynsamlegast að breyta um starfsvettvang á þessum tímapunkti. Ég hef verið í yfir 25 ár í stjórnmálum, þar af tuttugu ár sem þingkona, og fengið tækifæri til þess að gegna mikilvægum embættum. Nú finnst mér vera kominn tími til þess að skipta um umhverfi. Margrét hefur ekki enn ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. Ég hef nú ekki fengið nein starfstilboð ennþá en vonandi getur einhver nýtt starfskrafta mína. Mér þykir afar vænt um þann stuðning sem ég hef fundið fyrir að undanförnu, en ég minnist þess ekki að hafa fengið jafn mikinn stuðning á mínum ferli og þann sem ég hef fundið svo sterkt fyrir síðustu daga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif til hins betra í samfélaginu. Ég er stolt af því að hafa komið inn á þing beint úr verkalýðshreyfingunni og tel að það hafi hjálpað mér mikið, því það getur skipt sköpum í stjórnmálum að þekkja til mála af reynslu. Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir leiðtogahæfileika Margrétar munu nýtast flokknum áfram. Það er mikill missir í Margréti. Hún er afar hæfur leiðtogi og sterkur persónuleiki sem hefur staðið sig afar vel. En ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin muni njóta krafta Margrétar áfram. Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Margréti einstakan stjórnmálamann. Það er mikil eftirsjá í Margréti því hún hefur verið einn öflugasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á Íslandi um árabil. Þegar þetta skeið sögunnar verður skrifað, og skoðað nákvæmlega, þá fyrst held ég að það komi fram hversu mikilvægu hlutverki hún gegndi við að skapa nýjan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna. Hún bar hitann og þungann, og erfiðið, af því starfi sem fór fram þegar unnið var að því að sameina jafnaðarmenn. Margrét er að mörgu leyti einstakur stjórnmálamaður. Hún er stelpan af Stokkseyri sem komst inn á svið stjórnmálanna með dugnaði og varð einn af leiðandi stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar.Þingmaður í tuttugu ár Störf innan stjórnmálaflokka:·Formaður Alþýðubandalagsins 1995-1998·Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999·Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003 Alþingi:·Varaþingmaður Suðurlandskjördæmis 1983-1985 með hléum·Alþingismaður Suðurlandskjördæmis 1987-2003 (Alþýðubandalagið og Samfylkingin)·Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2003 (Samfylkingin)·Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988-1992·Formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá 2004 Önnur störf:·Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990·Sat á allsherjarþingi SÞ 1989 og 1990·Sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993-1995 Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Margrét Frímannsdóttir, þingkona og þingflokksformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingmennsku fyrir Samfylkinguna en hún hefur verði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi um árabil. Margrét segist hafa ákveðið af stíga af sviðinu að vel athuguðu máli. Ég hugsaði þessi mál vel og tók ákvörðun um að gefa ekki kost á mér þar sem ég taldi skynsamlegast að breyta um starfsvettvang á þessum tímapunkti. Ég hef verið í yfir 25 ár í stjórnmálum, þar af tuttugu ár sem þingkona, og fengið tækifæri til þess að gegna mikilvægum embættum. Nú finnst mér vera kominn tími til þess að skipta um umhverfi. Margrét hefur ekki enn ákveðið hvað hún tekur sér fyrir hendur. Ég hef nú ekki fengið nein starfstilboð ennþá en vonandi getur einhver nýtt starfskrafta mína. Mér þykir afar vænt um þann stuðning sem ég hef fundið fyrir að undanförnu, en ég minnist þess ekki að hafa fengið jafn mikinn stuðning á mínum ferli og þann sem ég hef fundið svo sterkt fyrir síðustu daga. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að reyna að hafa áhrif til hins betra í samfélaginu. Ég er stolt af því að hafa komið inn á þing beint úr verkalýðshreyfingunni og tel að það hafi hjálpað mér mikið, því það getur skipt sköpum í stjórnmálum að þekkja til mála af reynslu. Ágúst Ólafur Ágústsson Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir leiðtogahæfileika Margrétar munu nýtast flokknum áfram. Það er mikill missir í Margréti. Hún er afar hæfur leiðtogi og sterkur persónuleiki sem hefur staðið sig afar vel. En ég geri ráð fyrir því að Samfylkingin muni njóta krafta Margrétar áfram. Össur Skarphéðinsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Margréti einstakan stjórnmálamann. Það er mikil eftirsjá í Margréti því hún hefur verið einn öflugasti stjórnmálamaður jafnaðarmanna á Íslandi um árabil. Þegar þetta skeið sögunnar verður skrifað, og skoðað nákvæmlega, þá fyrst held ég að það komi fram hversu mikilvægu hlutverki hún gegndi við að skapa nýjan stjórnmálaflokk, Samfylkinguna. Hún bar hitann og þungann, og erfiðið, af því starfi sem fór fram þegar unnið var að því að sameina jafnaðarmenn. Margrét er að mörgu leyti einstakur stjórnmálamaður. Hún er stelpan af Stokkseyri sem komst inn á svið stjórnmálanna með dugnaði og varð einn af leiðandi stjórnmálamönnum sinnar kynslóðar.Þingmaður í tuttugu ár Störf innan stjórnmálaflokka:·Formaður Alþýðubandalagsins 1995-1998·Talsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999·Varaformaður Samfylkingarinnar 2000-2003 Alþingi:·Varaþingmaður Suðurlandskjördæmis 1983-1985 með hléum·Alþingismaður Suðurlandskjördæmis 1987-2003 (Alþýðubandalagið og Samfylkingin)·Alþingismaður Suðurkjördæmis frá 2003 (Samfylkingin)·Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1988-1992·Formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá 2004 Önnur störf:·Oddviti Stokkseyrarhrepps 1982-1990·Sat á allsherjarþingi SÞ 1989 og 1990·Sat í stjórnarnefnd Ríkisspítalanna 1993-1995
Innlent Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira