Orð og efndir Ágúst Ólafur ágústsson skrifar 19. september 2006 05:15 Undanfarið hafa þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson ljáð máls á mikilvægi þess að lækka matvælaverð á Íslandi. Ég fagna þessum nýja liðsauka í umræðunni um lægra verð á matvöru, en viðurkenni að sinnaskipti þingmannanna koma furðulega fyrir sjónir. Í upphafi þessa kjörtímabils lagði Samfylkingin fram frumvarp um helmingslækkun á matarskatti. Svo vildi til að Sjálfstæðisflokkurinn hafði lofað því nákvæmlega sama í kosningabaráttunni. En þegar kom að efndum kosningaloforðanna greiddi allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn málinu, einnig Guðlaugur Þór og Birgir. Þá var ekki liðið hálft ár frá kosningum en það virtist nægilega langur tími til þess að loforð kosningabaráttunnar væru gleymd. Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til frumvarps Samfylkingarinnar um helmingslækkun á matarskattinum birtist m.a. í DV 8. október 2003. Einar K. Guðfinnsson, þá þingflokksformaður, sagðist ekki vilja styðja frumvarpið því hann vildi lækka matarskattinn á eigin forsendum eins og hann orðaði það. Ég veit ekki hvernig túlka á þessi orð, því forsendur Sjálfstæðisflokks í þessu máli voru þær sömu og Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Hvort að eigin forsendur merki að ekki þurfi að standa við gefin loforð er erfitt að segja. Loforð beggja flokkanna lutu að því að lækka matarskatt úr 14% í 7%. Þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna að þessu máli en það yrði ekki í anda frumvarps Samfylkingarinnar. Aftur nokkuð sérstök afstaða í ljósi loforðs hans eigin flokks. Birgir Ármannsson treysti sér ekki heldur að styðja sitt eigið kosningaloforð og vildi frekar bíða og sjá skattapakka ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Nú er komið að lokum þessa kjörtímabils og þingmenn hafa fengið fleiri tækifæri til að kjósa með lækkun matarskattsins en aldrei stutt málið. Kannski þarf kosningabaráttu til að sjálfstæðismenn fari að taka upp fyrri stefnu og loforð. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson ljáð máls á mikilvægi þess að lækka matvælaverð á Íslandi. Ég fagna þessum nýja liðsauka í umræðunni um lægra verð á matvöru, en viðurkenni að sinnaskipti þingmannanna koma furðulega fyrir sjónir. Í upphafi þessa kjörtímabils lagði Samfylkingin fram frumvarp um helmingslækkun á matarskatti. Svo vildi til að Sjálfstæðisflokkurinn hafði lofað því nákvæmlega sama í kosningabaráttunni. En þegar kom að efndum kosningaloforðanna greiddi allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn málinu, einnig Guðlaugur Þór og Birgir. Þá var ekki liðið hálft ár frá kosningum en það virtist nægilega langur tími til þess að loforð kosningabaráttunnar væru gleymd. Afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til frumvarps Samfylkingarinnar um helmingslækkun á matarskattinum birtist m.a. í DV 8. október 2003. Einar K. Guðfinnsson, þá þingflokksformaður, sagðist ekki vilja styðja frumvarpið því hann vildi lækka matarskattinn á eigin forsendum eins og hann orðaði það. Ég veit ekki hvernig túlka á þessi orð, því forsendur Sjálfstæðisflokks í þessu máli voru þær sömu og Samfylkingarinnar í kosningabaráttunni. Hvort að eigin forsendur merki að ekki þurfi að standa við gefin loforð er erfitt að segja. Loforð beggja flokkanna lutu að því að lækka matarskatt úr 14% í 7%. Þingmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sagði að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna að þessu máli en það yrði ekki í anda frumvarps Samfylkingarinnar. Aftur nokkuð sérstök afstaða í ljósi loforðs hans eigin flokks. Birgir Ármannsson treysti sér ekki heldur að styðja sitt eigið kosningaloforð og vildi frekar bíða og sjá skattapakka ríkisstjórnarinnar í heild sinni. Nú er komið að lokum þessa kjörtímabils og þingmenn hafa fengið fleiri tækifæri til að kjósa með lækkun matarskattsins en aldrei stutt málið. Kannski þarf kosningabaráttu til að sjálfstæðismenn fari að taka upp fyrri stefnu og loforð. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun