Ný framtíðarskipan lífeyrismála Jóhanna sigurðardóttir skrifar 5. október 2006 05:00 Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélaginu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi sameinast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skilgreindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verður komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þúsund, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjárhæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbótar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fallist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og samtaka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokkarnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008.2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frítekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári.3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagnvart tekjum þeirra sem dvelja á stofnunum verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofnunum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k.4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekjutryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði.5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþegaHér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekjutryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þessari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðunandi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skilgreindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjármagnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Eitt af forgangsverkefnum í þjóðfélaginu er að bæta kjör lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan hefur á Alþingi sameinast um tillögu til þingsályktunar um nýja framtíðarskipan lífeyrismála. Hér er um grundvallarbreytingar að ræða sem bæta munu mjög hag lífeyrisþega. Lykilatriði í þeirri tillögu er að taka á upp afkomutryggingu sem byggir á skilgreindum neysluútgjöldum lífeyrisþega sem liggja eigi fyrir eigi síðar en 1. desember 2007. Frá 1. janúar 2007 og þar til afkomutryggingu verður komið á verður lágmarkslífeyrir 133 þúsund á mánuði og grunnlífeyrir og tekjutrygging 110 þúsund, að viðbættum vísitölubreytingum. Þessar fjárhæðir munu svo hækka í samræmi við skilgreinda framfærsluþörf lífeyrisþega þegar hún liggur fyrir. Tillögurnar fela í sér tafarlausar kjarabætur þegar á þessu ári og því næsta. Koma þær til viðbótar og ganga mun lengra en ríkisstjórnin hefur fallist á og fram kemur í yfirlýsingu hennar og samtaka aldraðra frá því fyrr í sumar. Tillögur um lífskjara- og afkomutryggingu aldraðra og öryrkja1. Ný tekjutrygging aldraðra verði 85 þús. kr. og öryrkja 86 þús. kr. frá 1. janúar 2007 að viðbættum vísitölubreytingum sem orðið hafa. Frá sama tíma verði dregið úr skerðingaráhrifum tekna þannig að í stað þess að skattskyldar tekjur yfir frítekjumarki skerði tekjutryggingu um 45% þeirra tekna sem umfram eru, verði hlutfallið 35%. Stjórnarflokkarnir vilja einungis lækka hlutfallið í 38.35% og það ekki fyrr en 1. janúar 2008.2. Frítekjur vegna atvinnutekna lífeyrisþega verði 75 þús. kr. á mánuði 1. janúar 2007 sem skerði ekki tekjutryggingu, sem við viljum einnig skoða að nýta vegna tekna úr lífeyrissjóði. Það er þrefalt hærra frítekjumark en ríkisstjórn leggur til, sem er einungis 25 þúsund á mánuði og það ekki fyrr en árið 2010, en um 17 þúsund kr. á mánuði árið 2009. Öryrkjar hafi val í okkar tillögum um þetta nýja frítekjumark eða eldri reglu eftir því hvort er þeim hagstæðara, en þetta nýja frítekjumark er mun hagstæðara en gildandi regla fyrir öryrkja sem eru með tekjur yfir 1,5 milljónum á ári.3. Ráðstöfunarfé (vasapeningar) við dvöl á stofnun hækki um 50% frá 1. júlí 2006. Þannig munu þeir fá greitt tæplega 70 þúsund krónur afturvirkt í 6 mánuði um næstu áramót ef tillögur okkar ná fram að ganga. Sömuleiðis mun frítekjumark gagnvart tekjum þeirra sem dvelja á stofnunum verði hækkað úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. Frá 1. janúar 2008 verði stefnt að því að breyta greiðslufyrirkomulaginu í svipaða veru og gildir fyrir fatlaða á sambýlum. Með því halda aldraðir sem dvelja á stofnunum eftir stærri hluta lífeyristekna sinna, sem tryggir betur reisn og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Ríkisstjórnarflokkarnir vilja einungis hækka ráðstöfunarféð um 25% og það ekki fyrr en 1. janúar n.k.4. Skilgreind verði neysluútgjöld lífeyrisþega sem myndi viðmiðun fyrir grunnlífeyri og tekjutryggingu og afkomutryggingu fyrir þá sem litlar eða engar greiðslur fá úr lífeyrissjóði.5. Afnumin verði að fullu tengsl lífeyrisgreiðslna við atvinnu- og lífeyristekjur maka.6. Öryrkjar haldi aldurstengdri örorkuuppbót þegar farið er á ellilífeyri. Baráttumál lífeyrisþegaHér er lagður grunnur að breyttri framtíðarskipan lífeyrismála, en áætla má að heildarkostnaður við þessar breytingar sé um 6,5 milljarðar króna. Stærsti útgjaldaliðurinn er hækkun nýrrar tekjutryggingar umfram það sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til sem kostar um 3 milljarða króna. Í þessari nýju framtíðarskipan lífeyrismála er að finna margvísleg baráttumál aldraðra og öryrkja gegnum árin, en markmiðið er að lífeyrisþegar hafi viðunandi lífeyrisgreiðslur sem verði ekki undir skilgreindum framfærslukostnaði. Auk þess er brýnt að draga úr þeirri þungu skattbyrði sem lífeyrisþegar hafa mátt sæta í tíð þessarar ríkisstjórnar og að lífeyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum beri sama skatthlutfall og fjármagnstekjuskattur, sem bæta mun verulega stöðu allra lífeyrisþega. Það er verkefni nýrrar ríkisstjórnar á vori komandi. Fyrst þarf þó að koma þessari ríkisstjórn frá völdum, sem hefur lagt aukna skattbyrði á lífeyrisþega og séð til þess að kjör þeirra hafa dregist verulega aftur úr öðrum þjóðfélagshópum.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun