Stöndum vörð um kynfrelsið! 4. nóvember 2006 05:00 Það þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst - sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vitundarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás inn í líkama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörðunarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á einstaklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun" enda felur orðið „nauðgun" í sér að hún sé neydd til kynmaka. Klæðnaður konu, áfengismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karlar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum, þar sem fólk gæti litið á alla karlmenn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dómskerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sanngjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar fullyrðingar má allar finna í hegningarlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórnarlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda samfélaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ólíðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra, gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breytingar, á aðgerðir. Forsenda breytinga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borgarinnar, farið óáreittar á snyrtingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aumingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögulega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órættlæti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir ! Höfundur er varaformaður Ungra Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það þarf vart að minnast á þær ógeðfelldu nauðganir sem hafa verið framdar nýlega, flestir lesendur hafa þegar heyrt á þær minnst - sem betur fer! Umfjöllunin sem þessi voðaverk hafa fengið í fjölmiðlum gefa það sterklega til kynna að almenn vitundarvakning hafi orðið í þjóðfélaginu. Ótal konum hefur verið misþyrmt á undanförnum árum, líklega mun fleirum en við getum gert okkur í hugarlund. Síðustu droparnir hafa fyllt mælinn, og almenningur hefur vaknað upp af vondum draumi. Þegar einhver gerir innrás inn í líkama annarar manneskju, eða gerir tilraun til þess, er sjálfákvörðunarréttur hennar brotinn á bak aftur og sömuleiðis kynfrelsi hennar. Kynfrelsi einstaklings felst í rétti hans til að neita kynlífi við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Konur eiga skilið að njóta þeirra réttinda í sama mæli og karlmenn. Nauðgun er eitt langalvarlegasta brotið á einstaklingsfrelsinu. Engin kona „býður upp á nauðgun" enda felur orðið „nauðgun" í sér að hún sé neydd til kynmaka. Klæðnaður konu, áfengismagn í blóði eða ytri aðstæður eiga ekki að afsaka nauðgun, karlar hafa ekki rétt til að misnota konur. Skilningsleysi löggjafans á afbrotinu nauðgun bitnar því á konum sem þolendum nauðgana. Þetta bitnar einnig á karlmönnum, þar sem fólk gæti litið á alla karlmenn sem mögulega nauðgara. Margar hindranir mæta fórnarlömbum nauðgana þegar þau leita réttar síns, ekki síst af völdum dómskerfisins. Þegar brot er kært til lögreglu er það óskoraður réttur þess sem brotið er á að mál hans verði rannsakað og ákært verði í kjölfarið. Það er réttur viðkomandi að málið hljóti sanngjarna málsmeðferð og einnig að setja fram kröfur um bætur í opinberu máli vegna glæpsins. Þessar fullyrðingar má allar finna í hegningarlögum og þær hljóma allar mjög vel en því miður er ekki alltaf farið eftir þeim. Refsingarnar eru allt of lágar, í þeim fáu málum sem nauðgarar eru dæmdir. Fórnarlömbum reynist líka oft erfitt að þurfa sjálf að sækja um bætur frá glæpamanninum. Konur hafa því oft lítinn hvata til að kæra og því þarf að breyta. Dómskerfið þarf að senda samfélaginu þau skilaboð að nauðgun sé ólögleg, óásættanleg og ólíðandi. Ef orðræðan er neikvæð og ef konur sjá sér ekki hag í því að kæra, gera þær það síður. Um leið og allt kapp er lagt á að handtaka nauðgara, sakfella þá og veita þeim nógu þungar refsingar, munu konur kæra í ríkara mæli. Um leið samfélagið hættir að líta á nauðganir sem sjálfsagðan hlut og berst gegn því af alefli, munu karlar síður nauðga. Ástandið sem við lifum við er óásættanlegt og kallar á breytingar, á aðgerðir. Forsenda breytinga er samstaða karla og kvenna. Baráttan gegn nauðgunum er sameiginlegt átak sem bæði kynin þurfa að taka þátt í. Allir hagnast á baráttunni gegn nauðgunum. Það er réttur kvenna að geta gengið óhræddar um götur borgarinnar, farið óáreittar á snyrtingu skemmtistaða og fundið fyrir öryggi heima hjá sér. Þeir aumingjar og hrottar sem nauðgarar eru, koma óorði á aðra karlmenn. Þeir karlmenn sem ekki nauðga verða fyrir fordómum og í leiðinni er litið á suma þeirra sem mögulega nauðgara. Barátta gegn nauðgunum er barátta gegn órættlæti, misbeitingu, fordómum og frelsisskerðingu. Nauðgun er smánarblettur á okkar samfélagi og það er í senn samfélagsleg skylda okkar að afmá þennan ljóta blett. Stöndum vörð um kynfrelsið, stöðvum nauðganir ! Höfundur er varaformaður Ungra Vinstri grænna í Reykjavík.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun