Hver ber ábyrgð á hverju? Toshiki Toma skrifar 10. nóvember 2006 00:01 Aðflutt fólkMikið hefur verið rætt um innflytjendamál í fjölmiðlunum um þessar mundir. Sumir telja straumur erlendra verkamanna frá EES löndum vera ógn við íslensku þjóðina, og aðrir segja að innflytjendur séu nauðsynlegt vinnuafl í núverandi efnahagsaðstæðum á Íslandi. Sumt fólk eru miklir þjóðernisinnar og líta á málið út frá þeim augum, en aðrir eru meiri heimsborgarar, eða a.m.k. evrópusambandsinnar og líta því öðruvísi á málið. En kannski liggja skoðanir flestra einhvers staðar þarna á milli Mér finnst nauðsynlegt að skoða málin vel og finna hver er kjarni þess sem skiptir máli í alvöru, í staðinn fyrir að byrja að æpa: „stöðvum útlendinga!" Að mínu mati verður að skoða tvö atriði í þessu samhengi: Í fyrsta lagi hvort fjölgun erlendra verkamanna sé of mikil og hröð. Í öðru lagi hvað þjóðin eigi að gera til þess að byggja upp framtíðarsamfélag með innflytjendum. Varðandi fyrsta atriðiðlangar mig til að minna Íslendinga á eitt grundvallar atriði, sem virðist gleymast í umræðunni þessa daga. Frjálst flæði launafólks innan EES byggir á hugmyndum um hinn frjálsan markað. Hugmyndafræði EES samningsins felur í sér að markaðurinn stýri flæði fólks á milli landa. Erlent vinnuafl sækir hingað á meðan eftirspurn er eftir því á vinnumarkaði en um leið og eftirspurnin hættir stöðvast flæðið. Erlendir verkamenn flytjast til Íslands á meðan nóga vinnu er að fá. Stóriðju- og byggingaiðnaðurinn þarfnst erlendra verkamannanna til að halda verkefnum sínum áfram. Það er íslenska þjóðin sem stýrir þróun atvinnulífsins græðir vel á henni. Það er því ekki rétt að hugsa eins og að útlendingar þjóti til Íslands og krefjist vinnu. Ef þjóðin vill minnka straums erlends vinnuafls hingað til lands þarf hún að hægja á framþróun atvinnulífsins svo að hingað hætti að streyma fólk. Þessar ákvarðanir eru í höndum Íslendinga sjálfra en ekki útlendinga. Ég er sammála því að fjölgun innflytjenda á Íslandi er ansi hröð og jafnvel of hröð. Mótatökukerfi hins opinbera fylgir ekki þessari hörðu þróun. Þetta veldur vanlíðan og óöryggi hjá þeim sem hingað koma og eykur vinnuálag hjá starfsmönnum sem sinna þessum málum hjá hinu opinbera. Gera þarf ráðstafanir til að mæta þörf fjölgun innflytjenda hér á landi. Varðandi seinna atriðið, má spyrja íslnsku þjóðin hvað hún hyggst að gera í innflytjendamálum. Á íslenskt samfélag að halda áfram á sömu leið og það hefur gert undanfarið ár? Ég held að óhætt sé að segja að engin skýr stefna hafi verið mótuð hingað til. Þó það sé vissulega gagnrýnisvert getur leynst í því tækifæri. Hægt er að fara þá leiðir sem ég tek mjög mikilvægar þ.e. annars vegar að vinna með innflytjendur sjálfum, og í öðru lagi að líta á málefni innflytjenda í þverpólitísku ljósi enda varða þau alla landsmenn hvort sem þeir eru af íslenskum eða erlendum uppruna óháð flokkspólitík. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Aðflutt fólkMikið hefur verið rætt um innflytjendamál í fjölmiðlunum um þessar mundir. Sumir telja straumur erlendra verkamanna frá EES löndum vera ógn við íslensku þjóðina, og aðrir segja að innflytjendur séu nauðsynlegt vinnuafl í núverandi efnahagsaðstæðum á Íslandi. Sumt fólk eru miklir þjóðernisinnar og líta á málið út frá þeim augum, en aðrir eru meiri heimsborgarar, eða a.m.k. evrópusambandsinnar og líta því öðruvísi á málið. En kannski liggja skoðanir flestra einhvers staðar þarna á milli Mér finnst nauðsynlegt að skoða málin vel og finna hver er kjarni þess sem skiptir máli í alvöru, í staðinn fyrir að byrja að æpa: „stöðvum útlendinga!" Að mínu mati verður að skoða tvö atriði í þessu samhengi: Í fyrsta lagi hvort fjölgun erlendra verkamanna sé of mikil og hröð. Í öðru lagi hvað þjóðin eigi að gera til þess að byggja upp framtíðarsamfélag með innflytjendum. Varðandi fyrsta atriðiðlangar mig til að minna Íslendinga á eitt grundvallar atriði, sem virðist gleymast í umræðunni þessa daga. Frjálst flæði launafólks innan EES byggir á hugmyndum um hinn frjálsan markað. Hugmyndafræði EES samningsins felur í sér að markaðurinn stýri flæði fólks á milli landa. Erlent vinnuafl sækir hingað á meðan eftirspurn er eftir því á vinnumarkaði en um leið og eftirspurnin hættir stöðvast flæðið. Erlendir verkamenn flytjast til Íslands á meðan nóga vinnu er að fá. Stóriðju- og byggingaiðnaðurinn þarfnst erlendra verkamannanna til að halda verkefnum sínum áfram. Það er íslenska þjóðin sem stýrir þróun atvinnulífsins græðir vel á henni. Það er því ekki rétt að hugsa eins og að útlendingar þjóti til Íslands og krefjist vinnu. Ef þjóðin vill minnka straums erlends vinnuafls hingað til lands þarf hún að hægja á framþróun atvinnulífsins svo að hingað hætti að streyma fólk. Þessar ákvarðanir eru í höndum Íslendinga sjálfra en ekki útlendinga. Ég er sammála því að fjölgun innflytjenda á Íslandi er ansi hröð og jafnvel of hröð. Mótatökukerfi hins opinbera fylgir ekki þessari hörðu þróun. Þetta veldur vanlíðan og óöryggi hjá þeim sem hingað koma og eykur vinnuálag hjá starfsmönnum sem sinna þessum málum hjá hinu opinbera. Gera þarf ráðstafanir til að mæta þörf fjölgun innflytjenda hér á landi. Varðandi seinna atriðið, má spyrja íslnsku þjóðin hvað hún hyggst að gera í innflytjendamálum. Á íslenskt samfélag að halda áfram á sömu leið og það hefur gert undanfarið ár? Ég held að óhætt sé að segja að engin skýr stefna hafi verið mótuð hingað til. Þó það sé vissulega gagnrýnisvert getur leynst í því tækifæri. Hægt er að fara þá leiðir sem ég tek mjög mikilvægar þ.e. annars vegar að vinna með innflytjendur sjálfum, og í öðru lagi að líta á málefni innflytjenda í þverpólitísku ljósi enda varða þau alla landsmenn hvort sem þeir eru af íslenskum eða erlendum uppruna óháð flokkspólitík. Höfundur er prestur innflytjenda.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun