Skiptum um áhöfn 10. nóvember 2006 06:00 RíkisstjórnirEitt brýnasta verkefni í íslensku samfélagi er að snúið verði af braut misskiptingar og ójafnaðar. Það verður ekki gert nema skipt verði um áhöfn í stjórnarráðinu og ríkisstjórn okkar jafnaðarmanna taki við. Mörgum ofbýður valdahroki ráðamanna og markaðsgræðgin sem sífellt er að auka á misskiptingu. Blind markaðshyggja - án þess að stoðir velferðarkerfisins séu styrktar um leið og stjórntækjum ríkisvaldsins beitt til jöfnunar í þjóðfélaginu - hefur leitt til gífurlegrar eigna- og tekjutilfærslu. Hvar sem litið er má sjá ójöfnuðinn og æpandi dæmi um að öryggisnet velferðarkerfisins er brostið og þetta hefur bitnað harkalega á lífeyrisþegum, barnafjölskyldum og tekjulágu fólki. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna verður að bæta kjör lífeyrisþega, bæði með því að hækka lífeyri og tryggja að atvinnu- og lífeyristekjur skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Einnig hef ég lagt til að lífeyrisgreiðslur beri ekki hærri skatt en fjármagnstekjur. Ekki er síður brýnt að endurskipuleggja skattkerfið og lækka skattbyrði fólks sem sætt hefur skattahækkunum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattar um níutíu prósent skattgreiðenda hafa hækkað - þ.e. allra nema þeirra sem mest efnin hafa. Barnabætur, sem orðnar eru að láglaunabótum, verður að hækka og bæta þarf stöðu ungbarnafjölskyldna með lengra fæðingarorlofi og auknum greiðslum til foreldra langveikra barna. Markviss framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram launajafnrétti kynjanna á sömuleiðis að vera forgangsverkefni í nýrri ríkisstjórn jafnaðarmanna. Í yfirstandandi prófkjöri býð ég mig aftur fram til forystu, í 2.-3. sæti, en 2. sæti listans er leiðtogasætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hvet þig til að hafa áhrif með því að taka þátt í prófkjörinu og gera það sem glæsilegast. Mér þætti afar vænt um stuðning þinn til að vera áfram í forystusveit Samfylkingarinnar. Reynsla mín og þekking á löggjafarstarfi og stjórnsýslunni mun nýtast vel í þeirri baráttu sem framundan er. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
RíkisstjórnirEitt brýnasta verkefni í íslensku samfélagi er að snúið verði af braut misskiptingar og ójafnaðar. Það verður ekki gert nema skipt verði um áhöfn í stjórnarráðinu og ríkisstjórn okkar jafnaðarmanna taki við. Mörgum ofbýður valdahroki ráðamanna og markaðsgræðgin sem sífellt er að auka á misskiptingu. Blind markaðshyggja - án þess að stoðir velferðarkerfisins séu styrktar um leið og stjórntækjum ríkisvaldsins beitt til jöfnunar í þjóðfélaginu - hefur leitt til gífurlegrar eigna- og tekjutilfærslu. Hvar sem litið er má sjá ójöfnuðinn og æpandi dæmi um að öryggisnet velferðarkerfisins er brostið og þetta hefur bitnað harkalega á lífeyrisþegum, barnafjölskyldum og tekjulágu fólki. Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar jafnaðarmanna verður að bæta kjör lífeyrisþega, bæði með því að hækka lífeyri og tryggja að atvinnu- og lífeyristekjur skerði ekki greiðslur almannatrygginga. Einnig hef ég lagt til að lífeyrisgreiðslur beri ekki hærri skatt en fjármagnstekjur. Ekki er síður brýnt að endurskipuleggja skattkerfið og lækka skattbyrði fólks sem sætt hefur skattahækkunum í tíð núverandi ríkisstjórnar. Skattar um níutíu prósent skattgreiðenda hafa hækkað - þ.e. allra nema þeirra sem mest efnin hafa. Barnabætur, sem orðnar eru að láglaunabótum, verður að hækka og bæta þarf stöðu ungbarnafjölskyldna með lengra fæðingarorlofi og auknum greiðslum til foreldra langveikra barna. Markviss framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að ná fram launajafnrétti kynjanna á sömuleiðis að vera forgangsverkefni í nýrri ríkisstjórn jafnaðarmanna. Í yfirstandandi prófkjöri býð ég mig aftur fram til forystu, í 2.-3. sæti, en 2. sæti listans er leiðtogasætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Ég hvet þig til að hafa áhrif með því að taka þátt í prófkjörinu og gera það sem glæsilegast. Mér þætti afar vænt um stuðning þinn til að vera áfram í forystusveit Samfylkingarinnar. Reynsla mín og þekking á löggjafarstarfi og stjórnsýslunni mun nýtast vel í þeirri baráttu sem framundan er. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar